Við erum að upplifa mjög sérstaka tíma og erum á því stigi sem kallast neyðarstig almannavarna þar sem við þurfum að huga mjög vel að sóttvörnum sem snúa fyrst og fremst að fullorðna fólkinu. Áhersla er lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir með tíðum og reglubundnum þrifum. Jafnframt þarf að takmarka komur gesta í skólann og virða fjarlægðarmörk sem eru í gildi. Nemendur eru undanskildir þessum kvöðum en áhersla er lögð á að þeir temji sér hreinlæti og góða umgengni.