Jólaútvarp GSnb er búið að vera í loftinu þessa vikuna, nemendur og starfsmenn hafa sýnt mikinn metnað við undirbúning þess. Útvarpið gefur okkur tækifæri til að vera með uppbrot á hefðbundinni kennslu þar sem áherslan er á semja fjölbreytta texta og þjálfa framsögn nemenda. Það er búið að vera mjög ánægjulegt að hlusta og njóta í ár. Þetta er í fimmta skiptið sem við erum í loftinu og okkur er alltaf að fara fram. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð víða að og fólk er hlusta um allan heim. Almennt finnst hlustendum útvarpið vera að batna með hverju árinu, það sé hlustendavænna og renni betur en oft áður. Við viljum þakka nemendum fyrir að leggja sig fram um þáttagerðina, foreldrum fyrir að hjálpa börnum sínum við undirbúninginn, styrktaraðilum fyrir þeirra hlut, starfsfólki og stjórnendum fyrir góðan undirbúning og framkvæmd og síðast en ekki síst Hullu, verkefnastjóra í UT, fyrir að stýra þessu verkefni eins vel og raun ber vitni. Kærar þakkir öll. Við erum mjög stolt og ánægð með útvarpið okkar en alltaf má gera betur og næst förum við í að rýna í það sem vel var gert og hvað má betur fara með það að markmiði að gera enn betur á næsta ári.