Gleðilegt nýtt ár og þakka ykkur fyrir samstarfið og samskiptin á liðnu ári
6., 8. og 10. bekkir fara aftur í sínar stofur
Myndmennt hjá 5.-10. bekk verður í myndmenntastofu
4. bekkur verður í skólastofu nr 8 á miðvikudögum, líkt og hann var
Matartími hjá 5. - 10. bekk verður tvískiptur. 5. - 7. bekkur kl 11:25 og 8.-10. bekkur kl. 11:35
Annað skipulag heldur sér
Sundlaugin verður lokuð 7. – 14. janúar, vegna framkvæmda. Nemendur mæta þess í stað í iþróttum í íþróttahúsinu í Ólafsvík og mæta með íþróttaföt í sundtímana.
Vignir Stefánsson stuðnginsfulltrúi í Ólafsvík lét af störfum frá og með áramótum í hans stað hefur Kristófer Daði Kristjánsson verið ráðinn.
Frá og með ármótum lét Brynja Bjarnadóttir skólahjúkrunarfræðingur af störfum við skólann, í hennar stað mun Viktoría Sif Viðarsdóttir sinna störfum skólahjúkrunarfræðings. Hægt er að ná í Viktoríu í síma 7725828 eða á netfangið viktoria.vidarsdottir@hve.is.
Hrönn Baldursdóttur, náms- og starfsráðgjafi var ráðinn til starfa hjá FSS í 20% starf við grunnskólana á Nesinu fram á sumar. Um leið og við bjóðum nýtt fólk velkomið til sarfa við skólann þá þökkum því starfsfólki sem nú hverfur til annara starfa fyrir vel unnin störf við skólann.