Tíminn sem nú fer í hönd er tími þar sem fjölskyldur og vinir koma saman, gera sér dagamun í mat og drykk, gefa gjafir og njóta samvista, hver með sínum hætti. Rétt er að hafa þá í huga sem minna mega sín eða eiga um sárt að binda, lítum til með þeim. Bros, heimsóknir og styrkir af ýmsu tagi geta haft mikil áhrif til hins betra.