Breytingar á takmörkunum á skólastarfi

18.11. 2020

Þær sóttvarnareglur sem við höfum unnið eftir verða áfram en þær breytingar sem verða frá og með miðvikudeginum 18. nóvember á takmörkunum á skólastarfi vegna farsóttarinnar eru:


  • Tveggja metra regla og grímuskylda verður afnumin í 5.-7. bekk.

  • Áfram tveggja metra regla og grímuskylda nemenda í 8.-10. bekk.

  • Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildi gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum.

  • Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla.

  • Íþróttakennsla hefst á ný.

  • Sundkennsla hefst 23.11. þar sem verið er að vinna í sundlauginni. Fram að þeim tíma er unnið samkvæmt gildandi skipulagi, þ.e. að nemendur fara í útivist í stað sunds.


Annað skipulag sem við vorum búin að taka upp heldur sér, s.s.

  • Hólfaskipting skólahúsnæðisins.

  • Að hámarki mega 25 nemendur í 5. – 10. bekk vera í hverju sóttvarnarými.

  • Að hámarki mega 50 nemendur í 1. – 4. bekk vera í hverju sóttvarnarými.

  • Skipulag varðandi mötuneyti er óbreytt (sbr. liði b og c).

  • Í sameiginlegum rýmum skólans, svo sem við innganga, í anddyri, á salernum og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkum og reglum um blöndun hópa að því gefnu að nemendur í 8. – 10. bekk og starfsfólk noti andlitsgrímur.

  • 6. bekkur verður áfram í safnaðarheimili kirkjunnar í Ólafsvík til að tryggja að nemendur í 8.-10. bekk geti verið grímulausir í bóklegum tímum.

  • Starfsfólk beri grímur, sem og nemendur í 8. – 10. bekk, náist ekki að halda tveggja metra reglunni.

  • Starfsfólk sem fer á milli bekkja/hópa beri grímur.

  • Aldrei fleiri en 10 starfsmenn í hverju rými.

  • Skipulagðar WC ferðir halda sér.

  • Nemendur komi með vatnsbrúsa.

  • Gestir verða því miður áfram ekki velkomnir í skólann.


Þessi áætlun okkar er sífellt í endurskoðun og tekur mið af nýjustu upplýsingum og ábendingum sem berast okkur. Hún getur því breyst fljótt. Það er gott að fá ábendingar og fyrirspurnir frá ykkur, vinsamlega sendið okkur stjórnendum póst þar um.



Hugum vel að persónulegum sóttvörnum s.s.

handþvotti, sprittun og virðum nándarmörk


Við erum öll almannavarnir