Barnasáttmálinn

Verkefnalýsing

Nemendur velja reglu undir barnasáttmálanum og teikna mynd á A4 karton (velja 1-3 eftir fjölda nemenda). Númer greinarinnar er uppi í vinstra horninu og qr kóðinn verður settur í það hægra. Nafnið á reglunni er skrifað neðst og mynd í miðjunni. reglurnar eru settar á mislituð blöð þannig barnasáttmálinn sem er hengdur upp verður litríkur. Það er sett límband á milli greinanna. 

Næst búa nemendur til google site síðu. Þeir fá grunn inn á classroom þar sem þeir fylla út upplýsingar um regluna sína. Þeir byrja á því að segja frá henni og bæta svo við þeirra eigin skoðun á málefninu. Þeir þurfa að finna mynd sem passar við þeirra efni. Þegar þeir eru búnir þá er verkefninu deilt með því að ýta á "publish". Þá er gott að leyfa því að vera "public" svo það verða engin vandamál að opna verkefnið. 

Næst búa nemendur til qr kóða sem þeir setja neðst inn á vinnuskjalið í google site. Það er linkur inn á classroom þar sem þeir geta afritað og límt vefslóðina til þess að fá qr kóða. https://www.qr-code-generator.com/ 

Kennarinn prentar qr kóðann út sem nemandinn límir á spjaldið sitt.

Google site

Nemendur fá grunn þar sem þeir fylla út upplýsingar, fyrst setja þeir inn nafnið og númerið á reglunni, útskýra hana fyrir neðan og geta notað heimasíðu barnasáttmálans til að hjálpa sér. https://www.barnasattmali.is/ 

Næst svara þeir fjórum spurningum þar sem þeir mynda sínar eigin skoðanir á málefninu: 

Nemendur finna myndir sem passa við textann sinn.

Hæfniviðmið

Að nemandi geti: