Í september verður barnamenningarhátíð Vesturlands í Snæfellsbæ. Yfirskrift hennar er GLEÐI. Við í skólanum munum taka þátt og standa fyrir viðburðum sem tengjast þema hátíðarinnar. Eftirfarandi aðilar koma í heimsókn: Jón Pétur verður með danskennslu, Brimrún Birta Friðþjófsdóttir segir frá sinni vinnu (var að gefa út bókina Gullna hringinn -
https://www.forlagid.is/vara/gullni-hringurinn/ ), Þorgrímur Þráinsson verður með skapandi skrif, Gleðiskruddan verður með námskeið fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk. Síðan eru viðræður við myndlistarfólk um samstarf.