Fréttabréf

3. janúar 2022

Á morgun, þriðjudaginn 4. janúar, hefst skóli á ný samkvæmt stundatöflu. Við störfum miðað við þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi og höfum undirbúið skólastarfið með tilliti til þeirra, sjá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/12/21/COVID-19-Innanlandstakmarkanir-hertar-til-ad-sporna-vid-hradri-utbreidslu-smita/

Við viljum ítreka og leggja áherslu á að:

  • Nemendur og starfsmenn sem eru að koma erlendis frá, mæti ekki fyrr en niðurstöður úr PCR prófum liggja fyrir.

  • Þeir sem eru með Covid einkenni mæti ekki í skólann.

  • Mikilvægt er að foreldrar upplýsi um veikinda nemenda og um þá sem eru í sóttkví.

  • Það er valkvætt fyrir nemendur að vera með grímur. Þeir nemendur sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eða einhverjir í fjölskyldunni með undirliggjandi sjúkdóma eru hvattir til að nota grímur.

  • Boðað símabann í unglingadeild tekur ekki gildi og símalausir dagar falla niður, að sinni.



Þær sóttvarnarreglur sem snúa að skólastarfinu eru eftirfarandi:

  • Á öllum skólastigum miðast hámarksfjöldi barna/nemenda við 50 einstaklinga í rými.

  • Hámarksfjöldi starfsfólks í sama rými eru 20 manns og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.

  • Nálægðarmörk: Almennt gildir 2 metra nálægðarregla, í kennslustofum skal leitast við að hafa minnst 1 metra milli nemenda í en að öðrum kosti ber nemendum í framhalds- og háskólum að bera grímu. Nálægðartakmarkanir taka ekki til barna á leikskólaaldri og ekki til starfsfólks í samskiptum við þau börn.

  • Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.


Við höfum fengið þessa túlkun á reglunum:

  • Í grunnskólum séu ekki nálægðarmörk milli starfsfólks og nemenda. Í nánum samskiptum við nemendur skulu kennarar þó hvattir til grímunotkunar. Þá skulu kennarar viðhafa 2 metra á milli hver annars, séu þeir ekki í nánum tengslum, sbr. 1. mgr. 4. gr. reglugerðar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr. 1484/2021


Óskum eftir að foreldrar yfirfari pennaveski barna sinna, tryggi að þar séu til staðar þau ritföng sem nemendur þurfa á að halda, s.s. blýantur, strokleður og yddari.

Verum samstiga í því að fara eftir þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi hverju sinni. Við höfum staðið okkur vel fram að þessu með góðri samvinnu, samtali og upplýsingagjöf - höfum það þannig áfram.