Á síðasta skólaári hófum við vinnu við að endurskoða skólareglur GSnb. Skipaður var vinnuhópur sem skilaði af sér í febrúar. Tillögur og vinnu hópsins er hægt að finna á heimasíðu verkefnisins - sjá
https://sites.google.com/gsnbskoli.is/gsnb/home. Vinnuhópurinn skilaði af sér tillögum sem átti eftir að kynna og fá athugasemdir við. Endurskoðuninni var frestað þegar COVID gerði vart við sig og hömlur urðu á skólastarfi. Nú þurfum við að taka upp þráðinn að nýju og ljúka þessu verkefni. Tillögur vinnuhópsins er að finna á þessari síðu -
https://sites.google.com/gsnbskoli.is/gsnb/n%C3%BDjar-reglur-og-ferli Ábendingar um hvað má betur fara og fyrirspurnir eru vel þegnar. Vinsamlegast sendið ábendingar og fyrirspurnir til Hilmars Más, skólastjóra, á netfangið hilmara@gsnb.is