Í lok 47. viku

Á morgun, föstudaginn 20.11.

er frí í skólanum

Nýjar skólareglur

Á síðasta skólaári hófum við vinnu við að endurskoða skólareglur GSnb. Skipaður var vinnuhópur sem skilaði af sér í febrúar. Tillögur og vinnu hópsins er hægt að finna á heimasíðu verkefnisins - sjá https://sites.google.com/gsnbskoli.is/gsnb/home. Vinnuhópurinn skilaði af sér tillögum sem átti eftir að kynna og fá athugasemdir við. Endurskoðuninni var frestað þegar COVID gerði vart við sig og hömlur urðu á skólastarfi. Nú þurfum við að taka upp þráðinn að nýju og ljúka þessu verkefni. Tillögur vinnuhópsins er að finna á þessari síðu - https://sites.google.com/gsnbskoli.is/gsnb/n%C3%BDjar-reglur-og-ferli Ábendingar um hvað má betur fara og fyrirspurnir eru vel þegnar. Vinsamlegast sendið ábendingar og fyrirspurnir til Hilmars Más, skólastjóra, á netfangið hilmara@gsnb.is

Af gefnu tilefni viljum við minna foreldra á mikilvægi svefns og að virða útivistarreglur

Mikilvægi svefns

Svefninn er öllum manneskjum mikilvægur, hann veitir hvíld og endurnýjar orku. Manneskjan vinnur úr þeim áreitum og áhrifum sem hún verður fyrir í lífinu svo að heilnæmur svefn skiptir sköpum um andlega líðan okkar. Í svefni taka börn og unglingar út þroska sinn. Góður svefn næst jafnan með heilbrigðum svefnvenjum og það er hlutverk foreldranna að leiðbeina börnum sínum um slíkt.

Svefn er okkur lífsnauðsynlegur og þegar við missum svefn má segja að veikleikar okkar komi meira fram. Ef við erum til dæmis skapstór erum við enn skapmeiri þegar við höfum sofið of lítið. Það á við um alla að lítill svefn geri mann pirraðan og ósammvinnuþýðan. ÞETTA MERKJUM VIÐ Í SKÓLANUM

Það eru til ákveðin viðmið um það hvað börn þurfa að sofa lengi. Sjá töflu

Útivistarreglur

Útivistarreglurnar eru landslög, foreldrar geta ekki leyft börnum að vera lengur úti en lögin kveða á um. Þeir geta hins vegar stytt útivistartímann, kjósi þeir það.

Það er mikilvægt að við sem samfélag stöndum saman um að fara að landslögum, kennum börnunum okkar að virða lög og fara eftir þeim - ekki brjóta þau eða semja um þau! Þetta eru lög sem gilda í landinu og ekki hægt að semja um.

Til fróðleiks eru útivistarreglurnar hér:

Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00 nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Aldursmörk þessi miðast við fæðingarár.

Stöndum saman um velferð barnanna okkar!