Líkt og fyrir ári þá setjum við skólann við afar sérstakar aðstæður. Við erum á því stigi sem skilgreint er sem hættustig almannavarna og við þurfum að huga mjög vel að sóttvörnum þar sem áhersla er lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir með tíðum og reglubundnum þrifum sem við þekkjum svo vel. Jafnframt þurfum við að takmarka komur gesta í skólann og virða fjarlægðarmörk sem eru í gildi. Við höfum staðið okkur frábærlega við þessar síbreytilegu aðstæður, ég held að það sé búið að breyta sóttvarnareglum 19 sinnum frá því að faraldurinn hófst. Við sem samfélag höfum tekist á við faraldurinn með mikilli stillingu, samstöðu, jákvæðni og þrautseigju. Sýnt okkar bestu hliðar, farið eftir reglum og þeim leiðbeiningum sem beint hefur verið til okkar. Erum orðin góð í því að standa í röðum, gæta hreinlætis og ég er ekki frá því að tillitssemi hafi aukist í faraldrinum. Það er mikilvægt að við höldum áfram á sömu braut og stöndum saman í að kveða veiruna í kútinn en það gerum við best með því að fara að þeim fyrirmælum með sóttvarnayfirvöld beina til okkar hverju sinni.
Neðst á þessari síðu eru þær sóttvarnareglur sem við vinnum eftir og það eru tvær reglur sem við óskum eftir að foreldrar hjálpi börnum sínum við að framfylgja: