9. og 10. bekkur
Fimmtudagur haust og vor
Kennari: Anton Orri Dagsson
Námslýsing
Vinsældir skákar hafa vaxið mikið síðustu misseri og er því tilvalið að bjóða upp á vettvang þar sem nemendur geta prufað sig áfram og teflt við jafningja. Skák er góð þjálfun fyrir einbeitingu og rökhugsun. Farið verður í að dýpka skilning nemenda á skák, t.d. með því að fara yfir byrjanir, miðtafl og endatafl. Kynnt verður einnig fyrir nemendur þau skák forrit sem eru í boði á internetinu.
Markmið
Að nemendur:
· læri mannganginn ásamt kænsku og bragðvísi skákar.
· fái tækifæri og vettvang til þess að tefla við jafningja.
· læri grunnatriði í skák
Námsmat
Mat byggir á virkni og áhuga í tímum ásamt þátttöku.