9. og 10. bekkur
Þriðjudagar haust og vor
Kennari: Aðalsteinn Hjartarson
Námslýsing og markmið:
Nemendur fá upplýsingar frá kennara til að vinna útfrá, afla sér upplýsinga á veraldarvefnum, vinna verkefni einstaklingslega eða með öðrum og taka þátt í umræðum. Lokaverkefnið, unnið í hóp, er fólgið í gerð einfaldrar viðskiptaáætlunar fyrirtækis. Ferlið byrjar á hugarflæði/hugmyndavinnu og endar að lokum í viðskiptaáætlun. Reynt verður að finna svör við eftirfarandi spurningum:
· Hefur þú velt því fyrir þér að stjórna tíma þínum sjálf/sjálfur?
· Get ég stofnað fyrirtæki og unnið mér inn pening td. í sumarvinnu í eigin fyrirtæki?
· Hvað þýðir það að stofna fyrirtæki?
· Hvað þarf ég að uppfylla til að geta stofnað fyrirtæki?Hvað þýða orðin markaðssetning, starfsmannahald, samkeppni, fjárhagsáætlun, verðlagning, vöruþróun – svo dæmi séu tekin?
· Hvað er viðskiptaáætlun?
Námsmat:
Öll vinna nemenda verður metin til einkunnar sem og þátttaka/virkni í tímum.