10. bekkur
Þriðjudagar haust og vor
Kennari: Ólafur B. Lárusson
Námslýsing
Nemendur fræðast um þætti sem tengjast ökunámi og akstri að því loknu. Þeir kynnast viðhorfum sem tengjast umferð og umferðarmenningu. Ýmis verkefni eru unnin sem tengjast námsmarkmiðum. Vinnan er einstaklings- og hópvinna. Notast er við mynd- og fræðsluefni af Netinu, myndböndum og -diskum o.fl.
Markmið
Að nemendur kynnist:
· búnaði ökutækis
· og læri að þekkja umferðarmerkingar
· orsökum umferðarslysa og áhættuþáttum í umferð
· fái heilstæða mynd af ökunámi
Námsmat
Símat þar sem verkefni nemenda og virkni í tímum eru metin.