Google Docs eða skjöl er ritvinnsluforrit sem er forrit til að vinna í texta. Það er ekki hægt að nota Google docs nema skrá sig inn á google og fá gmail netfang.
Þegar nýtt Google docs skjal er valið þá kemur nýr gluggi eins og hér fyrir neðan ⬇️
Hér er hægt að vinna ritvinnsluskjöl og eru skipanir mjög svipaðar og í öðrum ritvinnsluforritum t.d Microsoft word
Til að gefa skjalinu nafn skal smella á Ónefnt skjal efst vinstra megin, þá birtist gluggi þar sem hægt er að breyta nafni.
Ef fleiri en einn vilja vinna í sama skjalinu er hægt að smella á Deila. Uppi í hægra horninu opnast þá nýr gluggi þar sem hægt er að slá inn netföng eða nöfn þeirra sem á að deila með.
Þetta myndband sýnir helstu grunnatriði í google skjöl og inniheldur allt sem þú þarft að vita til þess að byrja að nota google skjöl
0:00 - Búa til skjal og grunnsnið
8:32 - Málsgreinar og uppsetning á síðu
15:10 - Bókamerki og tenglar
20:41 - Efnisyfirlit