Heimanám / vefur
Heima- og sjálfsnám nemenda í Brekkuskóla
Á meðan á neyðarstigi stendur er verkefni okkar allra að halda börnum og ungmennum virkum, bæði andlega og líkamlega. Kennarar og annað starfsfólk mun gera sitt besta til þess að skóla- og heimanám nemenda verði eins markvisst og árangursríkt og aðstæður leyfa.
Í Brekkuskóla miðum við að því að halda úti eins góðu skólastarfi og við mögulega getum miðað við þær aðstæður sem við erum í núna. Við verðum áfram með 8. - 10. bekk í heima- og fjarkennslu. 5.-7. bekk verður skipt í tvo hópa og mæta nemendur annan hvern dag í skólann samkvæmt skipulagi kennara. 1.-4. bekkur verður áfram í skólanum skv. sama skipulagi og verið hefur.
Með þessari síðu vonumst við til þess að einfalda utanumhald. Hér verða birtar vikuáæltanir, gagnlegir tenglar og jafnvel verkefni frá kennurum. Við hvetjum nemendur og foreldra til þess að vera í góðu sambandi við kennara og ekki hika við að leita eftir aðstoð ef þarf.
Hér til hliðar eru árgangasíður, ef þið eruð að opna síðuna í símanum eða í spjaldtölvu þurfið þið að ýta á flísina við hliðina á Brekkuskólamerkinu (show sidebar) til þess að fá árgangasíðurnar upp.