Örstutt kynning á ykkur sjálfum og stjórnandanum (þarf ekki að vera undir nafni) sem þið fylgduð.
Hvaða fræðilega grunn lagðir þú af stað með á vettvang? Hvað vildir þú læra?
Hvað var lærdómsríkt, á vettvangi og í fræðunum? Af hverju?
Hvað var hagnýtt, á vettvangi og í fræðunum? Af hverju?
Lærðir þú það sem þig langaði til læra á vettvangi?
Þegar Skuggarnir segja frá er reiknað með að hver og einn þeirra hafi 15 mínútur til ráðstöfunar fyrir kynninguna sína og svara fyrirspurnum áheyrenda. Kynningin getur verið á glærum eða öðru formi sem höfundar velja að henti viðfangsefninu (sjá dæmi um verkfæri, önnur er hefðbundnar glærukynningar).
Það er til mikils hagræðis fyrir samnemendur við að velja sér kynningar að hlusta á ef glærurnar ásamt örstuttri kynningu á verkefninu eru settar inn á Padlet-vegginn hérna fyrir neðan áður en kynningin fer fram (t.d. kvöldið áður). Ekki skylda, bara hagræði, ef allt er klárt þá.
13:00 Hittumst öll á kaffistofunni
Farið yfir fyrirkomulag dagsins og allir hlusta saman á eina kynningu - Zoom slóð á kaffistofuna er hérna
13:15 Fyrstu lotur málstofanna
Zoom-slóð á málstofu 1 Zoom-slóð á málstofu 2
14:05 Aðrar lotur málstofanna
Zoom-slóð á málstofu 1 Zoom-slóð á málstofu 2
15:10 Þriðju lotur málstofanna
Zoom-slóð á málstofu 1 Zoom-slóð á málstofu 2
16:15 Fjórðu lotur málstofanna
Zoom-slóð á málstofu 1 Zoom-slóð á málstofu 2
16:45 Allur hópurinn hittist á Icebreaker
Reynslan dregin saman, happy hour og dagskránni slitið. Sjá upplýsingar um Icebreaker neðar á síðunni.
Allan morguninn eigið þið þess kost að spyrja spurninga og setja ummæli við kynningar samnemenda á Padlet-vegg Skugganna. Svo verður kaffistofan opin allan morguninn. Þar getið þið hist þegar þið viljið til að spjalla saman eða slaka á. Eða bara bæði.
Ef þið segið frá viðburðinum á samfélagsmiðlum t.d. Twitter notið þá myllumerkið #skuggarnir21 og svo auðvitað myllumerkið #menntaspjall. Þá fá fleiri en bara þeir sem eru viðstaddir að heyra af lærdómi ykkar og jafnvel lært með ykkur.
Í boði er skuggalega skemmtileg reynsla!
Eftir kynningarnar (kl. 16:45) er í boði að hittast á happy hour á Icebreaker. Hlekkurinn á samkomusal Skugganna á Icebreaker er á hnappinum hérna fyrir neðan. Það er handhægara að nota G-mail netfang til að skrá sig inn á viðburðinn. Núorðið er líka hægt að nota önnur netföng en það er "lengri leið".