Endurskoðun aðalskipulags Reykhólahrepps

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur hafið endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins en gildandi aðalskipulag var staðfest árið 2009 og skipulagstímabil þess nær til ársins 2018. Ráðgjafarfyrirtækið Alta aðstoðar Reykhólahrepp við endurskoðunina.

Vegna skipulagsvinnunnar er hér lögð fyrir landeigendur og ábúendur spurningakönnun um áform sem snúa að starfsemi, mannvirkjagerð og landnotkun á jörðum, t.d. hvað varðar frístundabyggð, ferðaþjónustu, iðnaðarstarfsemi, orkuöflun, skógrækt og efnistöku eða aðrar framkvæmdir sem kunna að vera framkvæmda- eða byggingarleyfisskyldar. Því er nú leitað til landeigenda og ábúenda og óskað eftir að þeir/þær svari spurningunum að neðan eftir bestu getu. Í kjölfar svara verður haft samband til að fá nánari upplýsingar eftir því sem þörf er á, t.d. hvað varðar mörk nýrra svæða fyrir tiltekna landnotkun eða stækkun núverandi svæða. Gildandi aðalskipulagsuppdrátt má sjá í þessari vefsjá: https://geo.alta.is/reykholar/ask/ en upplýsingar um ákvæði fyrir einstök svæði er að finna í gildandi aðalskipulagsgreinargerð.

Óhætt er að fylla eyðublaðið að neðan út oftar en einu sinni ef bæta þarf við upplýsingum eða ekki tekst að ljúka könnuninni í eitt skipti. Þá þarf að tryggja að fram komi heiti jarðar og svaranda í hverju svari.

Þeir sem óska eftir að fá könnunina senda með bréfpósti eða hafa spurningar um könnunina geta haft samband við Þórð Má Sigfússon skipulagsfulltrúa, á netfangið skipulag@dalir.is eða í síma 866 8911.

Spurningum varðandi könnunina má einnig má beina til Matthildar eða Hildar hjá Alta í síma 582 5000 eða á netföngin matthildur@alta.is og hildur@alta.is.

Gildandi aðalskipulagsgreinargerð og uppdrátt á pdf-formi má nálgast hér:

Aðalskipulag Reykhólahrepps 2006-2018 - staðfest greinargerð

Aðalskipulag Reyhólahrepps 2006-2018 - staðfestur uppdráttur

Breytingar sem gerðar hafa verið á gildandi aðalskipulagi má nálgast hér: breytingar á gildandi aðalskipulagi


Hér má nálgast lýsinguna fyrir skipulagsvinnuna.