Gæðaviðmið menntastefnu Dalabyggðar byggja að mestu leyti á eftirfarandi gögnum: Gæðastarf í grunnskólum: Matsblöð með viðmiðum fyrir ytra mat á grunnskólum (Menntamálaráðuneytið, 2022) og Viðmið og vísbendingar fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs (Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur (Ólafsdóttir, 2014). Gæðaviðmiðin og vísbendingarnar hafa verið staðfærðar við sveitarfélagið Dalabyggð en standa óbreytt að öðru leyti í fyrstu útgáfu. Til að einfalda endurskoðun er sérstökum viðmiðum, vísbendingum og markmiðum sveitarfélagsins haldið aðskildum í gæðaviðmiða gögnum sveitarfélagsins.
Menntamálaráðuneytið. (2022). Gæðastarf í grunnskólum: Matsblöð með viðmiðum fyrir ytra mat á grunnskólum (3. útgáfa). Menntamálaráðuneytið.
Ólafsdóttir, B. (ritstj.). (2014). Viðmið og vísbendingar fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.
Ólafsdóttir, B., & Sveinbjörnsdóttir, S. (ritstj.). (2015). Viðmið og vísbendingar fyrir innra og ytra mat á gæðum frístundastarfs. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.