Úthlutað úr Afreksmannasjóði UMSE
Í gær var úthlutað úr afreksmannasjóði UMSE. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Það er stjórn UMSE sem sér um úthlutun úr sjóðnum.
Eingöngu félagar og keppnishópar innan UMSE, sem stunda íþróttir iðkaðar innan UMSE og viðurkenndar eru af Íþrótta- og Ólympíusamband (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum og hlotið úthlutun.
Sjóðurinn stendur fjárhagsleg vel, en tekjur hans eru samkvæmt reglugerð 10% af tekjum UMSE frá Lottó.
Að þessu sinni var úthlutað um 610.000.- úr sjóðnum til 4 einstaklinga og eins liðs. Allir styrkþegar hafa það sameiginlegt að skara fram úr með einhverjum hætti í íþrótt sinni og leggja mikið á sig til þess að ná árangri.
Eftir farandi hlutu styrk að þessum sinni:
Barri Björgvinsson Golf og skíði Golfklúbburinn Hamar og Skíðafélag Dalvíkur
Eiríkur Hrafn Baldvinsson Blak Blakfélagið Rimar
Óskar Valdimar Sveinsson Skíði Skíðafélag Dalvíkur
Körfuknattleiksdeild Umf.Samherjar Körfuknattleikur Ungmennafélagið Samherjar
Torfi Jóhann Sveinsson Skíði Skíðafélag Dalvíkur
UMSE óskar þessum einstaklingum til hamingju með úthlutunina og velfarnaðar á komandi ári.