Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður 100 ára
Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður var stofnað í þinghúsi Svarfaðardalshrepps að Grund þann 27. desember 1921 og á því 100 ára afmæli í dag, 27. desember 2021.
Eins og kemur fram hér í 50 ára afmælisriti sem félagið gaf út þann 27. desember 1971 voru stofnfélagar 23 talsins en í dag eru 90 félagar skráðir í ungmennafélagið:
Afmælisljóð Haraldar Zóphóníassonar frá 27. desember 1971.
Fyrsti formaður félagsins, Jóhann Jónsson frá Jarðbrú.
Í dag skipa stjórn félagsins þau Jón Haraldur Sölvason formaður, Einar Hafliðason gjaldkeri, Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir ritari, Ómar Hjalti Sölvason meðstjórnandi og Friðrik Arnarson varaformaður.
Síðustu ár hafa helstu þættir í starfsemi félagsins verið vikulegar íþróttaæfingar á Rimum á veturna, fótboltasprikl á sumrin, árlegt brúsmót, blómasala um Hvítasunnu og þrettándabrenna.
Frækið knattspyrnulið félagsins eftir sigurleik í utandeild KDN gegn Umf. Reyni á Árskógsvelli 8. ágúst 2012.
Hátíðarhöld í tilefni af 100 ára afmælinu verða því miður að bíða betri tíma en undanfarnar vikur og mánuði hafa þau Margrét Guðmundsdóttir og Þórarinn Hjartarson unnið að því að taka saman ágrip og ýmsan fróðleik úr sögu félagsins. Vonandi mun afrakstur þeirrar vinnu líta dagsins ljós snemma árs 2022, hvort heldur það verði á rafrænu eða prentuðu formi.
Ef fólk lumar á gömlum myndum sem tengst geta starfi ungmennafélagsins gegnum tíðina má það gjarnan senda okkur myndir á tsv@umse.is
Verðlaunahafar á brúsmóti Umf. Þorsteins Svörfuðar á Rimum 27. desember 2019.
Svarfdælingar, áhangendur og aðdáendur Umf. Þ.Sv. - til hamingju með daginn!
Að endingu er hér mynd af merkustu keppnistreyju í sögu félagsins.