Vaðmálssjöl

Vaðmál til klæðagerðar var unnið áður fyrr í kljásteinavefstól, bæði til heimilisnota og sem gjaldmiðill. Á miðöldum voru vöruskipti algengasti verslunarmátinn og verðgildi hluta var miðað við vaðmál (álnir vaðmáls) og kýr (kúgildi).Allt verðlag var miðað við alin vöru. Eitt kýrverð var metið til 120 álna vaðmáls.Vaðmál er talin ein helsta útflutningsverslunarvara Íslendinga frá tólftu öld og fram á þá fjórtándu.Sjölin mín eru eftirlíkingar gamla vaðmálssins. Ofin í íslenskri ull, jurtalituð, þæfð og kembd.