Veggjöld?

Með því að smella á takkana hér fyrir ofan getur þú sent umsögn til Umhverfis- og samgöngunefndar vegna stefnumarkandi áforma um veggjaldaframkvæmdir.

Þegar þú smellir á takkann opnast umsögnin í tölvupósti þar sem þú þarft að bæta við nafni sendanda.

Innsendar umsagnir birtast á vef Alþingis

Að sjálfsögðu getur þú svo breytt eða bætt við þeim texta sem þú vilt

Ef stillingarnar eru ekki réttar þá getur þú afritað eftirfarandi texta í tölvupóst til nefndarsvid@althingi.is með öðrum hvorum textanum:

Efni: Umsögn um Samgönguáætlun-mál 172 og 173

Skilaboð:

Ég andmæli áformum um álagningu veggjalda eins og þær koma fram í forsendum meiri hluta Umhverfis- og samgöngunefndar

Undirritað: NAFN

EÐA

Ég styð áform um álagningu veggjalda eins og þær koma fram í forsendum meiri hluta Umhverfis- og samgöngunefndar

Undirritað: NAFN

Ítarefni

Nánari leiðbeiningar um umsagnir um þingmál

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvar gjaldtaka er áformuð og hvaða framkvæmdir þeirri gjaldtöku er ætlað að standa undir.

Nýjar fjármögnunarleiðir – gjaldtaka.

Nefndin hefur rætt að unnið verði að útfærslu nýrra fjármögnunarleiða með það að markmiði að flýta framkvæmdum í áætluninni og skapa fjárhagslegt rými fyrir nýjar framkvæmdir. Þá verði jafnframt að horfa til þess að með orkuskiptum í samgöngumálum þarf að fara fram heildarendurskoðun á almennri gjaldtöku enda munu tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjaldi lækka og að endingu hverfa. Þær fjármögnunarleiðir sem hafa verið til umræðu af hálfu meiri hlutans og koma fram í minnisblaði meiri hluta nefndarinnar eru byggðar á þrenns konar forsendum:

1. Gjaldtaka á þremur megin stofnæðum, þ.e. Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi, út frá höfuðborgarsvæðinu. Markmið gjaldtöku á þessum leiðum er að flýta framkvæmdum eins og skipulag og undirbúningur leyfa og gera stofnæðarnar enn betur úr garði en núverandi áætlanir gera ráð fyrir, með mislægum gatnamótum og lengri 2+2 köflum. Til að hefja framkvæmdir þarf að tryggja hagstæða lántöku sem greidd verður með veggjöldum. Innheimtu þeirra verði hætt um leið og framkvæmdirnar verða greiddar upp að fullu.

2. Ákveðnar leiðir á landsbyggðinni sem stytta vegalengdir verði fjármagnaðar með blandaðri fjármögnun; að hluta til með fjárframlögum af samgönguáætlun og að hluta til með lántöku sem verði greidd upp með gjaldtöku. Gjaldtöku verði hætt þegar lán verður greitt upp.

3. Innheimt verði veggjald í jarðgöngum á Íslandi. Gjaldtöku í jarðgöngum verði ætlað að standa undir þjónustu og rekstri jarðganga, og hlut í nýbyggingum. Gjaldtakan verði liður í nýrri jarðgangaáætlun sem verði hluti af samgönguáætlun með það að markmiði að ekki verði hlé á uppbyggingu jarðganga á Íslandi. Í þeirri áætlun verði jafnframt tilgreint hvaða jarðgöng falla undir gjaldtöku og í hversu langan tíma.

Ekki er gert ráð fyrir að fjárframlög ríkissjóðs til samgönguframkvæmda lækki vegna gjaldtökunnar en með fjölbreyttari fjármögnunarmöguleikum verður til svigrúm til að flýta öðrum samgöngubótum. Í vinnu sinni hefur meiri hlutinn lagt áherslu á að það svigrúm sem myndast verði nýtt til að flýta tilteknum framkvæmdum í samræmi við markmið samgönguáætlunar og til að auka fé til viðhalds og framkvæmda á tengivegum, og styrkvegum.

Samhliða vinnu við gerð samgönguáætlunar skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra starfshóp sem var falið að koma með tillögur um hvernig flýta megi uppbyggingu góðra og öruggra samgöngumannvirkja hér á landi. Í þeirri vinnu er gjaldtaka af umferð á vegum til skoðunar, bæði almenn gjaldtaka og sértæk af einstökum mannvirkjum. Skýrslu hópsins er að vænta í janúar. Þá áætlar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að leggja fram frumvarp um gjaldtöku í samgöngum í marsmánuði. Meiri hlutinn leggur áherslu á að ráðherra taki mið af þeim áherslum sem lagðar verða fram í nefndaráliti um málið hvað varðar leiðir til fjármögnunar, hvaða framkvæmdir verði fjármagnaðar með gjaldtöku og hvaða framkvæmdum verði flýtt. Nánari útfærsla á gjaldtöku í vegakerfinu mun birtast í því frumvarpi sem lagt verður fyrir á Alþingi í mars. Við endurskoðun almennrar gjaldtöku þarf að taka mið af því að sérstaka gjaldtakan auki ekki álögur á bifreiðareigendur umfram ábatann af bættu umferðarflæði. Frumvarpinu verður vísað til umhverfis- og samgöngunefndar og líkt og önnur frumvörp verður það sent til umsagnar og gefst hagaðilum þá færi á að koma athugasemdum sínum og ábendingum til nefndarinnar.