Utís Online er NÝR menntaviðburður haldinn á netinu 25-26.september 2020 frá 13-16 á föstudegi og 10-15 á laugardegi.

Ný heimasíða hefur opnað. www.utis.online Farðu þangað fyrir allar upplýsingar, skráningu, dagskrá og fleira!

Utís Online verður haldið á neti dagana 25-26.september, þar sem 17 heimsklassa erlendir fyrirlesarar munu fjalla um skólaþróun, nýsköpun, forritun, læsi og tækni í skólastarfi svo eitthvað sé nefnt auk ýmissa verkefna á milli sem miða að því að efla tengslanet og færni þátttakenda.

Viðburðurinn skipulagður frá grunni fyrir net til að auka aðgengi kennara, að gera fyrirlestrana og umræður aðgengilegar fleirum og efla umræðu um skólamál og skólaþróun á Íslandi.

Allir fyrirlestrar verða textaðir á íslensku, gögn send í pósti til allra þátttakenda, aðgangur að spjalli, tengslaneti og annað óvænt og skemmtilegt.

Á Utís 2020 í nóvember verða vinnustofur á Sauðárkróki en fyrirlestrar sem hafa verið á Utís fara nú á netið í gegnum þennan nýja og spennandi viðburð.

Það að hafa einn viðburð sem er með fókus á fyrirlestra í september (Utís Online) og annan sem er með fókus á vinnustofur í nóvember (Utís 2020) er gert til að mæta þeim gríðarlega áhuga sem er á Utís undanfarin ár en aðeins komast um 150 kennarar að á Utís í nóvember en Utís Online er ætlað að ná til enn breiðari hóps.

Verð er: 14.990.- á mann fyrir þennan tveggja daga viðburð og geta skólar greitt fyrir sína starfsmenn eða að skólafólk nýti starfsmenntunarstyrki.

Utís Online ætti að henta öllum kennurum og skólafólki, hvar sem er á landinu, sama á hvaða skólastigi, sem hafa áhuga á upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun.

Sjáumst í september

Skráðu þig á Utís Online hér

Utís 2020 á Sauðárkróki er annar sjálfstæður tveggja daga viðburður þar sem meira verður um vinnustofur og 'hands-on' vinnu á meðan Utís Online er ætlað þeim sem vilja kynna sér það helsta og ræða við skólafólk um land allt.