Utís 2025 leggur áherslu á vinnustofur þar sem þátttakendur læra og prófa nýja hluti sem þau geta nýtt sér í sinni skólastofu strax að ráðstefnu lokinni. Þar verða jafnframt fjölmörg tækifæri til að kynnast öðrum kennurum sem brenna fyrir nemendur sína, nám, kennslu, skólaþróun og nýsköpun í skólastarfi.
Verð á mann er kr. 59.990.-
Við það bætist kostnaður við gistingu á Hótel Örk sem er á bilinu 25-30 þúsund (eftir herbergisgerð og fjölda í herbergi).
Heildarverð er því 85-90 þúsund með gistingu í tvær nætur.
Innifalið í ráðstefnugjaldinu eru vinnustofur og fyrirlestrar, hádegismatur báða dagana, kaffi og meðlæti allan tímann, hátíðarkvöldverður á föstudegi en fyrst og fremst ómetanlegt tengslanet og innblástur.
-Brot úr nokkrum umsögnum þátttakenda undanfarin ár