Menntabúðir
Menntabúðir eru samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þátttakendur, virkni og gagnvirkt samtal er í aðalhlutverki í menntabúðum.
Við óskum eftir innleggjum í menntabúðir Utís 2025 og hvetjum við öll til að gefa kost á sér að deila og miðla með öðrum þátttakendum. Ef þú ert með viðfangsefni, þema eða hugmynd sem þú vilt kynna, fjalla um, ræða og deila með öðrum skaltu skrá þig hér. 10-15 hugmyndir verða á endanum settar á dagskrá og geta þátttakendur valið á staðnum hverju þeir hafa mestan áhuga á.
Hugmyndahlaðborð
Á hugmyndahlaðborði fara þátttakendur milli um 20 stórkostlegra menntasmárétta og staldra við hvern þeirra í 2 mínútur. Smáréttirnir samanstanda af hugmyndum sem hafa heppnast vel, litlum verkefnum, sniðugum kveikjum, hugbúnaðarlausnum, tólum og tækjum sem eru gagnleg í kennslustofunni.
Hvert borð á að tilnefna einn fulltrúa til að kynna: https://forms.gle/i4cHWyJAzrdBNYgAA