Þátttakendur á Utís gista á Hótel Örk sem hóf starfsemi árið 1986. Hótelið var þá eitt glæsilegasta hótel landsins, þar var betri aðstaða en áður hafði sést á Íslandi og var fyrsta vatnsrennibraut landsins skrautfjöður í hatti þessa frábæra hótels. Gæðin hafa síst minnkað með árunum og er ánægjulegt að geta boðið öllum þátttakendum gistingu á sama stað.
Herbergjaskipan má skoða hér að neðan.