Amelia Manes er leikskólakennari í San Fransisco og er með meistaragráðu í menntunarfræðum með áherslu á STEAM kennslu. Hún hefur starfað í margbreytilegu náms-og skólaumhverfi í alþjóðlegu samhengi og leiðir í dag nýsköpunarstarf yngri barna. Hún hefur haldið erindi og leitt vinnustofur á stórum alþjóðlegum ráðstefnum, m.a. California Kindergarten Conference and Bank Street Teaching Kindergarten Conference.
Chris Woods hefur kennt stærðfræði, vísindi og fleiri greinar í yfir 25 ár. Hans ástríða í kennslu er að skapa hvetjandi námsumhverfi þar sem sköpun og sér í lagi STEM er hluti af öllu lífi barna, bæði í skóla og heima. Chris heldur einnig úti vefsíðunni Daily STEM og hlaðvarpinu STEM Everyday, þar sem hann miðlar hugmyndum og innblæstri til kennara og foreldra.
Darren Hudgins er höfundur bókanna Fact vs Fiction og Developing Digital Detectives. Hann vinnur með kennurum, skólastjórnendum og skólum víða um Bandaríkin við að þjálfa gagnrýna hugsun og sköpun m.a. með aðferðum ‘Stafrænna spæjara'. Í frítíma sínum er hann á tjaldferðalögum með fjölskyldunni og hefur þjálfað körfubolta í áratugi.
Dee Lanier er menntafrumkvöðull og rithöfundur sem hefur helgað feril sinn því að efla kennara og nemendur með nýsköpun og hönnunarhugsun. Hann er höfundur hönnunarleiksins Solve in Time!®, bókarinnar Demarginalizing Design og meðhöfundur bókarinnar AI in Education. Dee er verðlaunaður fyrirlesari og ráðgjafi sem brennur fyrir réttlátara og meira skapandi menntakerfi.
Karoline Hoel Balstad er skólastjóri Bogstad skóla í Osló, þekktum fyrir framsækið skólastarf. Hún trúir á mátt samvinnu, skapandi náms og að virkja styrkleika hvers og eins með stafrænum lausnum. Karoline leiðir skólaþróun sem byggir á hvatningu, sköpun, sýnilegu námi og leik. Hún hefur deilt reynslu sinni og veitt innblástur í skólum í Noregi, Danmörku og víðar.
Lisa Eriksson stýrir Makerzone í Sollentuna, skapandi miðstöð þar sem nemendur og kennarar kanna tækni, sjálfbærni og nýsköpun með verklegu námi. Hún er samfélagsfræðikennari með yfir 20 ára reynslu og eftirsóttur fyrirlesari um skólaþróun, stafræna menntun, gervigreind og gagnrýna hugsun. Lisa hefur hlotið margvísleg verðlaun, m.a. Golden Magnifying Glass, Gold Butterfly og Sollentuna Teacher Award.
Pernille Ripp er kennari, rithöfundur og stofnandi The Global Read Aloud, sem hefur tengt milljónir nemenda í yfir 85 löndum í gegnum sameiginlegar lestrarupplifanir. Hún er eftirsóttur fyrirlesari og rithöfundur bóka um námsárangur, lestrarhvatningu og skólaþróun. Hún starfar í Danmörku þar sem hún leggur áherslu á nemendamiðað, skapandi og gleðilegt nám sem byggir á valfrelsi, samvinnu og sjálfsmynd nemenda.
Richard Douglass hefur starfað sem kennari í 19 ár. Hann kennir nú samfélagsfræði á miðstigi, í Village Community School í New York þar sem hann hefur starfað síðustu 13 árin en þar er hann jafnfram ráðgjafi og jafnréttis- of fjölbreytileikafulltrúi. Áhugamál Richards eru meðal annars saga, leiklist og stjórnmál. Ástríða hans sem kennara er að kenna nemendum sínum að hugsa.
Sherri Spelic er kennari, leiðtogaþjálfi, bloggari og útgefandi sem fluttist til Vínar frá Bandaríkjunum fyrir um 30 árum. Hún er höfundur bókarinnar Care at the Core: Conversational Essays on Identity, Education and Power og ritstýrir vefritinu Identity, Education and Power. Í skrifum sínum sameinar hún hugleiðingar um kennslu, leiðsögn, tengsl og hreyfingu í víðum skilningi.
Björgvin Ívar Guðbrandsson
Björgvin Ívar er kennari sem starfar í dag við á skrifstofu forstjóra Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu en hann nam stafræna miðlun við Portsmouth University. Björgvin starfaði um árabil við sem kennari við Langholtsskóla þar sem hann kom m.a. að Smiðjunni sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2020. Björgvin hefur samið, framleitt og gefið út námsefni í miðlun og skapandi skólastarfi og elskar að dunda í skúrnum sínum, spila á bassa og fara í búðina með Dögg sinni.
Brynhildur Sigurðardóttir
Brynhildur er gamall unglingastigskennari. Auk kennaraprófs er hún menntuð í heimspeki og og á þeim grunni hefur hún byggt störf sín sem kennari, skólastjórnandi, stundakennari í kennaranámi og nú sérfræðingur í málefnum aðalnámskrár hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Hún hefur sérstakan áhuga á að gera hugsun nemenda sýnilega í öllu námi.
Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson
Helgi Reyr er kennari á unglingastigi í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Hann hefur áður kennt í Norðlingaskóla og Laugalækjarskóla og er með meistaragráðu frá University of Toronto í námskrár- og kennslufræðum með áherslu á lýðræðismenntun og borgaravitund. Helgi brennur fyrir því að gera skólastarf skemmtilegt og lifandi með sköpun og notkun stafrænna verkfæra í námi nemenda.
Ragnar Þór Pétursson
Ragnar Þór er heimspekingur, kennari og fv. formaður KÍ. Hann hefur starfað við kennslu um áratugaskeið og kennir í dag við unglingadeild Norðlingaskóla. Ragnar brennur fyrir að kveikja hugsun og forvitni nemenda sinna og gera nám þeirra merkingarbært.