Týndu bækurnar

Lestrarganga á ljósastaurum er lestrarhvetjandi leiðangur á vegum Barnabókaseturs Íslands en setrið vinnur að því að efla lestraráhuga barna og unglinga. Lestrargangan samanstendur af textum úr íslenskum barnabókum sem festir eru á járnbækur á ljósastaurum. Gangan liggur annars vegar um miðbæ Akureyrar og hins vegar um Kópavogsdal. Lestrargangan sameinar barnamenningu, lestur, útivist og hreyfingu.

Hér má finna rafrænan verkefnabanka til að auðvelda kennurum að fara með skólahópa í lestrargöngu.


Leikirnir eru þrír alls og er þeim stigaskipt. En með hverjum leik er að finna fjarpakka fyrir kennara og nemendur sem eru búsettir annars staðar en þar sem lestrargangan er staðsett.