Parkinson-lík einkenni
Parkinson-lík einkenni kallast á ensku parkinsonism.
Hvað eru Parkinson-lík einkenni?
Líkamleg einkenni eins og stífni, hæging og hvíldarskjálfti sem ekki eru orsökuð af Parkinson sjúkdómi
Hvað orsakar Parkinson-lík einkenni?
Lyf eins og anddópamínvirk lyf (geðrofslyf og ógleðilyf) og cordarone (hjartalyf) geta valdið einkennunum
Hvítaefnisbreytingar vegna smáæðasjúkdóms í heila
Slíkar breytingar eru algengari hjá fólki með hjarta- og æðasjúkdóma sem og sykursýki
Slíkar breytingar geta einnig valdið heilabilun sem kallast æðaheilabilun (e. vascular dementia)
Parkinson-lík einkenni geta verið hluti einkenna annarra sjúkdóma eins og í Lewy heilabilun
Hvaða meðferð er í boði?
Hætta á lyfjunum sem valda Parkinson-líku einkennunum ef það er möguleiki
Aldrei skyldi hætta á geð- eða hjartalyfjum nema í samráði við lækninn sem skrifar upp á lyfin
Hægt er að nota hefðbundin Parkinson lyf eins og Madopar og Sinemet en venjulega þarf fólk með Parkinson-lík einkenni hærri skammta af lyfjunum en þeir sem eru með hefðbundinn Parkinson sjúkdóm
Hvernig veit ég hvort ég er með Parkinson sjúkdóm eða Parkinson-lík einkenni
Taugalæknirinn þinn getur hjálpað þér að finna út hvort orsakar þín einkenni. Þá fer hann yfir lyfin sem þú tekur, skoðar segulómmynd af heila og metur hversu mikið einkenni þín bötnuðu á lyfjunum Madopar eða Sinemet
© Anna Björnsdóttir 2021