Lewy sjúkdómur og heilabilun í Parkinson sjúkdómi
Lewy sjúkdómur
Er heilabilun með parkinson-líkum einkennum
Parkinson-lík einkenni eru
stífleiki í vöðvum (e. rigidity)
Hæging í hreyfingum (e. bradykinesia)
stundum skjálfti
stundum jafnvægisleysi
Önnur einkenni Lewy sjúkdóms eru
Heilabilun, breyting á minni og vitrænni færni
Erfiðara að rata
Erfiðarar að sinna flóknum málum eins og að sjá um fjármálin sín, skipuleggja sig eða að taka flóknar ákvarðanir
Ofskynjanir, einungis ofsýnir þar sem einstaklingurinn sér oft fólk eða dýr í kringum sig og gerir sér grein fyrir að verurnar eru ekki raunverulegar (hefur gott innsæi).
REM-svefntruflun: Einstaklingurinn fer að hreyfa sig óeðlilega mikið í svefni, leika draumana sína og jafnvel kalla upp úr svefni
Réttstöðublóðþrýstingsfall sem getur valdið svima og jafnvægisleysi
Breytt dægursveifla
Hreyfieinkenni í Lewy sjúkdómi svara almennt Parkinson-lyfjum verr heldur en einkennin í hefðbundnum Parkinson sjúkdómi.
Parkinson lyf geta valdið auknum ofskynjunum, þess vegna er ráðlegt að prófa sig hægt áfram og minnka skammtinn af Parkinson lyfjunum ef það fer að bera á ofskynjunum
Heilabilun í Parkinson sjúkdómi
Lýsir sér nánast eins og Lewy sjúkdómur nema að heilabilunin kemur jafnan fram mörgum árum eftir að hreyfieinkenna Parkinson sjúkdóms verður vart
Frekari upplýsingar á ensku
© Anna Björnsdóttir 2023