Aukin aðstoð
Við starfslok
Ef þú þarft á ráðleggingum að halda varðandi réttindi þín við starfslok eða réttindi þín almennt bjóða Parkinsonsamtökin upp á viðtöl við félagsráðgjafa án endurgjalds, smellið hér fyrir frekari upplýsingar.
Hvernig fæ ég aukna aðstoð heim?
Heimahjúkrun í Reykjavík
Önnur bæjarfélög: hafðu samband við heilsugæsluna eða félagsþjónustuna í bæjarfélaginu þínu og fáðu upplýsingar
Sjúkraþjálfun
Sérhæfð sjúkraþjálfun fyrir fólk með Parkinson fer fram í Takti í Hafnarfirði, skoða nánar hér
Hópþjálfun er í boði í Sjúkraþjálfuninni Styrk og í Æfingastöðinni
Hægt er að sækja um endurhæfingu á Reykjalundi
Get ég fengið sjúkraþjálfun heim?
Ég hvet mína skjólstæðinga til að fara á stofu sjúkraþjálfara eða í hóptíma eins lengi og mögulegt er. Hægt er að fá akstursþjónustu ef viðkomandi keyrir ekki lengur. Ef ekki er möguleiki að komast á stofu sjúkraþjálfara mæli ég með
Hvernig sæki ég um akstursþjónustu?
Önnur bæjarfélög: hafðu samband við heilsugæsluna eða félagsþjónustuna í bæjarfélaginu þínu og fáðu upplýsingar
Hvernig get ég aukið öryggi og færni mína heima?
Fáðu ráðgjöf hjá fagfólkinu í Takti, miðstöð Parkinsonsamtakanna
Fáðu fagfólk, lækni, sjúkraþjálfara eða iðjuþjálfa til að velja með þér rétt hjálpartæki eins og göngugrind eða sturtustól.
Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi www.heimastyrkur.is veitir fjölbreytta ráðgjöf til að auka sjálfsbjargargetu meðal annars m.t.t. vals á hjálpartækjum. Hún býður einnig upp á heimilisathugun til að gera umhverfi þitt heima sem best. Hægt er að panta tíma hjá Guðrúnu Jóhönnu í síma 848 6509.
Fáðu teymið Endurhæfing heima til að styðja þig heima og hjálpa þér að búa þér sem öruggast umhverfi. Heimilislæknir getur sent beiðni til teymisins.
Öryggishnappur - Öryggismiðstöðin - Securitas
Ökumat
Hafi læknir ráðlagt þér að hætta að keyra skaltu fylgja þeim fyrirmælum.
Hafir þú, læknirinn þinn eða fjölskylda þín áhyggjur af hæfni þinni til að keyra væri ráðlegt að fara í ökumat með iðjuþjálfa og ökukennara.
Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi sér um ökumat með ökukennara www.heimastyrkur.is/aksturshaefni. Hægt er að panta tíma hjá Guðrúnu Jóhönnu í síma 848 6509.
Dagþjálfun fyrir fólk með Parkinson
Fjölmargt sérhæft starf í þágu fólks með Parkinson er í boði í Takti, miðstöð Parkinsonsamtakanna. Þar getur fólk sótt þjálfun af ýmsu tagi sem og hvers kyns þjónustu og stuðning.
Sérhæfð dagþjálfun er í MS-Setrinu, hafðu samband í síma eða í tölvupósti.
Hvernig sæki ég um hvíldarinnlögn?
Sjá leiðbeiningar á vef island.is
Hvernig sæki ég um á hjúkrunarheimili?
Sjá leiðbeiningar á vef island.is
Frekari upplýsingar:
Ýmsar upplýsingar um efri árin má finna á Ísland.is undir flipanum "Efri árin"
© Anna Björnsdóttir 2021