Snjómokstur 1986
Snjómokstur 1986
Ekki voru allir ánægðir með framgang og aðferðir við snjómokstur á Siglufirði árið 1980, raunar eins og oft áður og síðar.
Það ár birtist grein (hér fyrir neðan) i blaðinu Siglfirðingur, sem olli miklu fjaðrafoki hjá ákveðnum bæjarstarfsmönnum, þar sem ma. var hótað málsókn í tengslum við greinina, ef ekki yrði beðist opinberar afsökunar á þessum skrifum, og var þar einum um kennt.
Ekki var orðið við þeirri kröfu, né heldur varð neitt úr kærum eða málsókn.
En einhver gamansamur, sá þó ljós í öllu þessu írafári, sem varð þess valdandi að vélrituð vísa hér til hliðar kom inn um bréfalúgu mína. ---->
Sá sem greinina skrifaði í blaðið; Siglfirðingur - 02. apríl 1986
Var: Steingrímur Kristinsson.
Eins og allir vita er allt á kafi í snjó,
Þá einstakt verður bæjarlífið og allt er hér í ró
Þó verða sumir hvumsa, á Hvanneyrarbrautinni
Og aldrei halda kjafti, yfir Aðalgötunni.
Í fermingarveislu stórri, var fjandinn sjálfur laus
og upphófst þegar heljarmikið, Ólafsfjarðar-raus.
Þar aldrei myndast klaki og aldrei ísbunga,
svo ekki er nú amalegt að elska fjórðunga.
Aðkomumaður sagði mér, að eitthvað væri að,
Eru allir heilalausir, hér á þessum stað ?
Hvar er bæjarverkstjórinn og Bjössi sem ég kýs ?
ég held ég ætti að bjóða Hreini upp á bíó-ís
Því. Ís með súkkulaði, er allra besta dáð
Hann eitthvað er nú betri en okkar bæjarráð
Þá enginn kannski viti, hver olli deilunni.
Þá betur væri stjórnað, með Bíó-sellunni.
Mokið, mokið, mokið, mokið,
mokið meiri snjó.
Ókunnur höfundur (ágiskun: Hreinn Júlíusson)