Reynslunám

Learn by doing, eða reynslunám er ein af þekktustu námskenningum John Dewey.

 Dewey hefur lengi verið talinn einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur 20. aldar. Kenningar hans eru útbreiddar og mikils metnar um allan heim og hann talinn einn áhrifamesti hugsuður Vesturlanda á sviði heimspeki menntunar.

Dewey fæddist í Burlington í Vermontfylki í Bandaríkjunum árið 1863. Dewey útskrifaðist með grunnpróf í heimspeki frá Vermont-háskóla 1879 þá aðeins tvítugur að aldri og doktorsprófi í heimspeki frá John Hopkins-háskólann árið 1884. Hann starfaði við kennslu og sálfræðilegar rannsóknir við Háskólann í Michigan á árunum 1863–1931. 

Þrjátíu og fimm ára tók Dewey við forstöðu heimspekideildar háskólans í Chicago. Þar urðu straumhvörf í starfi hans og rannsóknum sem árið 1896 leiddu til stofnunar barnaskóla, einskonar tilraunaskóla, þar sem lögð var áhersla á að sinna fræðilegri vinnu í nánum tengslum við hið eiginlega skólastarf. 

Átta árum síðar eða árið 1904 sagði Dewey starfi sínu við Chicago-háskóla lausu og lá þá leiðin til Columbia-háskóla í New York þar sem hann starfaði allt til starfsloka. Dewey hefur lengi verið talinn einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur 20. aldar. Kenningar hans eru útbreiddar og mikils metnar um allan heim og hann talinn einn áhrifamesti hugsuður Vesturlanda á sviði heimspeki menntunar. Dewey lést árið 1952, 93 ára að aldri. (Dewey, 2000, bls. 9-10)