Sögur af spillingu

Píratar kortleggja spillingu á Íslandi

Í kjölfar umfjöllunar um mútugreiðslur og spillingu hjá Samherja í Namibíu hófst umræða sem skiptist fljótt í tvær herbúðir: þau sem sögðu að spilling væri landlægt vandamál á Íslandi og þau sem héldu því fram að ekki væri hægt að alhæfa um samfélagsleg mein út frá athöfnum fárra einstaklinga.

Öll þekkjum við sögur að spillingu, þrátt fyrir að beinar mútur til ráðamanna séu líklega ekki algengasta birtingarmyndin. Loforð um stöðuveitingar, hótanir frá yfirmönnum ef ekki er farið á svig við reglur, brottrekstur þegar staðið er upp í hárinu á þeim sem brjóta af sér, óþarfa utanlandsferðir, hagsmunatengsl og áhrif á ráðamenn, ökutækja‘styrkir‘ og ráðningar vel tengdra fram yfir hæfara fólk svo fátt eitt sé nefnt.

Hjálpaðu Pírötum að kortleggja spillinguna. Hvernig hefur hún birst þér? Gefðu þér smá tíma til að skrifa stutta lýsingu af reynslu þinni. Tilgangurinn hér er að athuga hversu víðtæk spilling er, ekki að ásaka einstaklinga. Vinsamlegast hafðu því þína frásögn nafnlausa, þar sem saga gæti birst opinberlega. Öllum sögum verður breytt þannig að þær séu ekki rekjanlegar.