Yfirlit fyrir kennara


Heil og sæl,

Þetta litla jóladagatal er opið öllum til afnota og gert með það í huga að lyfta upp hversdagsleikanum á þessum seinustu skóladögum ársins á meðan beðið er eftir jólunum.

Á hverjum degi er lítið verkefni sem hægt er að leysa með lítilli fyrirhöfn. Þó eru einhver verkefni sem krefjast þess að prentað sé út eða smáforriti hlaðið niður deginum áður eða áður en að dagatalið er opnað með börnunum. Hlekkir á nánari upplýsingar og smáforrit er að finna á bakvið undirstrikuðu og feitletruðu orðin.

Hér kemur listi og upplýsingar með þeim verkefnum sem eru í dagatalinu:

  • 2. desember -
  • 3. desember - Ég sá mömmu kyssa jólasvein sungið. Hægt er að prenta út textann með því að smella á hægrahornið á ,,textablaðinu"
  • 4. desember - Teiknað með Quiver. Gott er að prenta út og hlaða niður smáforritinu í spjaldtölvu deginum áður eða áður en dagatalið er opnað. Ef þú hefur aldrei unnið með Quiver áður langar mig að benda þér á þetta kennslumyndband.
  • 5. desember - Með myndavél í útiveru. Myndavélin tekin með í útiveru og börnunum leyft að taka sjálf myndir. Til þess að vinna ennþá lengra með þessa hugmynd væri hægt að hlaða inn myndunum í tölvu og leyfa börnunum að skoða þær.
  • 6. desember - Í dag verður sungið og dansað ,,Hókí Pókí". Hægt er að prenta út textann með því að smella á hægrahornið á ,,textablaðinu"
  • 9. desember - Í dag verður farið á Bjarnaveiðar. Hægt er að prenta út textann með því að smella á hægrahornið á ,,textablaðinu"
  • 10. desember - Í dag verður sungið ,,Í skóginum stóð kofi einn". Hægt er að prenta út textann með því að smella á hægrahornið á ,,textablaðinu"
  • 11. desember - Í dag verða stjörnurnar skoðaðar með hjálp smáforritsins Skyview. Gott er að hlaða niður smáforritinu í spjaldtölvu deginum áður eða áður en dagatalið er opnað með börnunum.
  • 12. desember - Í dag ætlum við að syngja ,,Hákarlalagið". Hægt er að prenta út textann með því að smella á hægrahornið á ,,textablaðinu"
  • 13. desember - Að velja jólalög með qr kóðum. Prentið út blaðið með því að ýta á hægrahorn myndarammans.
  • 16. desember - Í dag ætlum við að hlusta á bók í smábókaskáp menntamálastofnunar https://vefir.mms.is/smabokaskapur/
  • 17. desember - Í dag ætlum við að búa til orðaský með -https://wordart.com/create
  • 18. desember - Í dag ætlum við að syngja
  • 19. desember - Hlusta og syngja með sjókornfalla
  • 20. desember - Í dag
  • 23. desember - Í dag ætlum við að horfa á ,,Leikhús í kærabæ". Gott er að athuga með það hvort að hlekkurinn virki ekki áður en börnin fá að horfa.