Screencastify

Ef þú vilt prófa Screencastify er einfaldast að fara á síðuna þeirra, https://www.screencastify.com/ í Chrome vafranum. Þar fyrir miðju er þá hnappur sem býður þér að bæta við viðbót (extansion) í vafrann. Viðbætur eru forritabútar sem verða eins og hluti af vafranum og má sjá efst í hægra horni vafrans eftir að búið er að bæta þeim við.

Hér sjást t.d. mínar viðbætur, Pintrest, Screencastify, pocket, Tabz, Hangouts, Keep, Google scholar, skjálesari og orðatalning.

Til að nota græjuna þarf að vera innskráð á Google, tækjastikan sem birtist segir sig nokkuð sjálf, þú getur tekið upp ein flipa í vafranum, skjáinn þinn (desktop) eða bara vefmyndavél, þegar þú ert búin að velja hvað eigi að sjást er bara að taka upp, í ókeypis útgáfunni eru það 5 mínútur.

Ef þú ert með marga skjái getur þú tekið upp einn þeirra, eða smellt á Application window og sýnt ákveðið forrit, t.d. powerpoint eða excel.

Þegar upptakan hefst birtist þessi tækjastika neðst, þar má m.a. velja hvort bendillinn sést, velja blýant og krota yfir það sem birtist.

Þegar upptöku er loki er að velja hvert upptakan fer, hún vistast sjálfkrafa á Google Drive þar sem finna má allar upptökur, og tengillinn (Copy shareable link) vísar þangað.

Svo er hægt að senda upptöku beint á youtube eða deila í Goodle classroom eða fá ívefju kóða (embed code).

Já eða hlaða því niður en það kemur á webm formati en ég sá núna að hægt er að opna skrárnar í einhverjum converter og svo er kominn screencastify editor, en það er annar kafli.

finna_tilvitnun.webm

Ég nota Screencastify þegar ég þarf að sýna eitthvað snöggt á skjánum, þá þarf ég ekkert að skrá mig inn og upptakan er á mínu svæði sem ég get deilt út og suður, en ekki á lokuðum svæðum háskólans.


Hér var ég að leiðbeina nemendum sem vantaði að skrá heimild, voru með nafn á kafla en vantaði bókina. Þessi leið reyndar svínvirkar til að spara manni smá puð við heimildaskráningu.