Skapandi KrakkarLeiklist, tónlist & jóga sumarnámskeið

Fyrir skapandi krakka á aldrinum 6-10 ára.


Nú er í boði sumarnámskeið frá júní-ágúst 2019. Hvert námskeið er vikulangt sumarnámskeið þrjá tíma í senn sem inniheldur skemmtilega blöndu af leiklist, tónlizt og jóga þar sem krakkar fá að auðga sköpunarkraftinn í gegnum tjáningu og sköpun.

Farið verður í gegnum grunnatriði leiktjáningu, tónlistarsköpunar og kvikmyndagerðar ásamt því að finna jafnvægið í jóganu.

Við munum finna hugmyndum barnanna farveg og þannig byggja upp sjálfstraust þeirra og framkomuhæfileika á skapandi máta.

Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6-8 ára og 8-10 ára og fer fram í Gróttu á Seltjarnarnesi.


Um okkur

Dísa Hreiðarsdóttir er tónlistarkona og kennari. Hún hefur unnið við tónlist í mörg ár, bæði sem hljóðfæraleikari, söngkona og tónskáld. Hún vinnur sem sérkennari á leikskólanum Hagaborg, ásamt því að kenna á píanó og trommur. Dísa hefur verið leiðbeinandi á námskeiðum hjá Stelpur Rokka í 5 ár en námskeiðið hefur stækkað ört með hverju árinu sem líður. Dísa lauk Childplay krakkajógakennaranámi nú í vetur og hefur notað það mikið í starfi sínu sem kennari.

Guðrún Bjarnadóttir er menntuð leikkona frá Stellar Adler leiklistarskólanum í New York. Hún hefur reynslu á sviði og verið í fjölda kvikmynda, auglýsinga og tónlistar myndböndum í gegnum tíðina. Hún vinnur meðal annars í leikhópnnum RaTaTam sem hefur sett upp leikverkerkin SUSS og AHH. Hún hefur auk þess menntun á sviði félagsvísinda og sálfræði og starfað í ýmsum málefnum tengt félagsgeiranum.

Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir er menntuð jógakennari frá Indlandi og hefur lagt á áherslu á Hatha, Ashtangar og Yin Yoga ásamt því að vera handritshöfundur og leikstjóri. Hún var tilnefnd til Eddunnar nú í ár fyrir bestu stuttmynd.


Höfum lagt hjarta og sál í námskeiðið og hlökkum til að sjá ykkur og yndislegu börnin ykkar.

Skráning á sumarnámskeið (svör)