Ráðstafanir

COVID-19

Sértu í sóttkví, í hættu á Covid-19 smiti, með flensueinkenni eða illa kvefaður, ertu vinsamlegast beðinn um hafa samband og fresta bókuðum tíma, eða skoða möguleika á að fá símtal eða fjarlækningaviðtal í staðinn.

s. 535-7700 eða á setrid@setrid.is

Ráðstafanir Læknasetursins

Læknasetrið vinnur að því að taka upp aukna símaþjónustu og fjarlækningar með m.a. símtölum og myndsímtölum við lækna ef sjúklingar komast ekki á stofuna vegna veikinda eða sóttkvíar eða áhættu.

Við reynum að láta þetta fjarsamtal koma í stað heimsóknar hjá áhættusjúklingum. Jafnframt munum við kappkosta að veita sjúklingum eins öruggar heimsóknir og unnt er á stofuna ef þess þarf. Þá verður einhverjum heimskóknum frestað til betri tíma.

Við reynum við heimsóknir að stytta veruna og alla snertingu inni á stöðinni, t.d. með snertilausum greiðslum eða að senda greiðsluseðil í heimabanka. Það er mikilvægt að sjúklingar neiti sér ekki um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.

Minnum á handþvott og hreinlæti og að sjúklingar komi ekki hingað með hita, slæmt kvef eða flensueinkenni heldur hafi þá samband í síma og ræði málin eða hafi samband við síma 1700 eða heilsugæsluna.