Endurskoðun hjúskaparlaga

Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að endurskoða hjúskaparlög þannig að hjúskapur og skráð sambúð geti átt við um fleiri en tvo einstaklinga.

Hér að neðan má finna drög að tillögu um endurskoðun á hjúskaparlögum, hvað hún felur í sér og stuttan rökstuðning fyrir endurskoðuninni.

Áður en hún verður formlega lögð fram er óskað eftir umsögnum frá öllum sem vilja segja skoðun sína á þessari tillögu. Bæta við rökum með eða á móti, koma með ábendingar eða velta upp spurningum. Það er hægt að gera í forminu neðst á síðunni.

Umsagnirnar eru nafnlausar. Upplýsingar um umsagnaraðila munu því ekki birtast en efni umsagnanna mun nýtast við mótun á greinargerð tillögunnar. Fólki er hins vegar frjálst að bæta við nafni sínu og tölvupóstfangi ef það vill gefa kost á að ábyrgðarmaður geti haft samband við sig um málefnið.

Below is a proposal for reform on marriage laws with a short explanation and reasoning for the proposal.


Before the proposal will be formally registered we would like to recieve comments from everyone who is interested in this issue. Add arguments for or against, make suggestions or ask questions. You can do so in the form below.


Comments are anonymous. Information about reviewers will not be published but the content of the comments will be used to adapt the reasoning for the proposal. People are free to include their name and email if they want to allow the person responsible for this proposal to contact them on the issue.

Þingsályktun

um endurskoðun á hjúskaparlögum.

Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að endurskoða hjúskaparlög nr. 31/1993 þannig að hjúskapur og skráð sambúð geti átt við um fleiri en tvo einstaklinga, skylda sem óskylda. Aðlaga skal önnur lög að þessu fyrirkomulagi.


Greinargerð


Lögum um hjúskap var breytt árið 2010, með lögum nr. 65/2010. Þá var fallið frá því skilyrði að hjúskapur væri á milli karls og konu og í staðinn voru sett skilyrði um að hjúskapur væri á milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Sömuleiðis má færa rök fyrir afnámi þess að hjúskapur sé einungis milli tveggja einstaklinga.

Markmið þessara lagabreytinga er að aðskilja lagalegan og líkamlegan hjúskap og sambúð. Þessar breytingar gera til dæmis sifjaspell ekki löglegt, enda fjallar 3. mgr. 200. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um slíkt. Það eru líka til sambönd milli tveggja eða fleiri einstaklinga sem eru ekki kynferðisleg á neinn hátt. Aukin þekking á kynvitund og kynhneigð undirstrikar samt sem áður fjölbreytileika mannfólksins. Forsendur sambúðar eftir kynvitund eða kynhneigð koma löggjafanum ekki við. Löggjafinn setur grundvallarviðmið um hvað hjúskapur þýðir með tilliti til lagalegra álitaefna eins og skiptingu eigna og ábyrgð á börnum. Það getur átt við hvort sem sú skipting er á milli tveggja einstaklinga eða fleiri og hvort heldur sem skyldmenni eða óskyldir einstaklingar axla saman þá ábyrgð. Það er ekki sjálfgefið að ábyrgð á börnum eða eignum sé einungis málefni einnar manneskju eða tveggja óskyldra einstaklinga.

Sú breyting sem hér er ályktað um hefur áhrif á önnur lög. Þar má nefna lög um ættleiðingar þar sem texti þeirra laga gerir ráð fyrir að foreldrar séu í mesta lagi tveir einstaklingar. Einnig hefði breytingin áhrif á erfðalög, þar sem einungis er nú gert ráð fyrir einum maka, og lög um tekjuskatt af sömu ástæðum og vegna samnýtingar persónuafsláttar. Taka þarf til athugunar helmingaskiptareglu erfðalaga og þá kröfu að allir einstaklingar í hjúskap þurfi að eiga sama lögheimili.

Við myndum alls konar sambönd við annað fólk yfir ævina — sambönd við ættingja, vini og ástvini. Við hverja, og hversu marga, við bindumst með lögformlegri tengingu á ekki að vera háð lögformlegum fjöldatakmörkunum.

Proposal

for reform on marriage laws.

Parliament resolves to have the minister of Justice to reform laws nr. 31/1993 so that the union and cohabitation can apply to more than two individuals, whether they are related or not. The minister shall adjust other laws to acommodate these changes.


Discussion


Marriage laws were changed in 2010 with amendment nr. 65/2010. The restriction was removed that a union was between a man and a woman and became a union between two individuals without regards to gender. The same reasoning applies to removing the restictions that a union is only between two individuals.

The goal of this change is to separate legal and physical union between people. These changes do not legalize incest, as stated in 3rd paragraph of article 200 in the common criminal laws nr 19/1940. There are relationships between two or more people that are not sexual in any way. Increased knowledge of sexual orientation and gender identity underlines how varied we can be as a species. How we identify or orient is not the task of the law maker to dictate or restrict. We write laws to provide basic meaning about rights and responsibilities on what a union means in regards to legal issues as how to divide assets and responsibility for minors. These same rights and responsibilities can apply to the union of more than two people just as easily as between only two individuals, be they related or not. It is not an automatic assumption that responsibility for children and assets are only the purview of a single person or two unrelated individuals.

This proposal will affect other laws. For example laws on adoption where the articles assume that there are at most two parents. The proposal will also affect laws on inheritence, where it is assumed there is only one spouse, and laws on income tax for the same reasons involving shared rights to income tax deductions. The minister has to take the 50/50 rule in the laws on inheritence and the requirement that all individuals in a union have to have the same place of residence.

We form all kinds of relationships with other people over the course of our lives — relationships with relatives, friends and loved ones. To whom, and how many, we choose to legally bind should not be restricted by law.