Lokahóf 2019

Knattspyrnufélagið Ægir - 12. september kl. 17:00 -18:00, Íþróttamiðstöðinni.

Æfingatafla haust 2019

Auður Helga, Katrín Ósk, Daníel Frans, Gunnar Atli, Sæmundur Hólm, Kolbeinn Óli, Elvar Andri og Helga Laufey.

Verkefnið "Komdu í fótbolta" felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt og mun Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, hafa umsjón með verkefninu. Moli setja upp skemmtilegar og fjölbreyttar fótboltabúðir á hverjum stað til að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á staðnum.

Moli í heimsókn hjá okkur seinni partinn í ágúst mánuði. Hann kom færandi hendi með platköt og bolta sem KSÍ færði okkur að gjöf.

Lokahóf yngriflokka Ægis 2019.

Við höfum haft það að venju að velja og veita viðurkenningar á þessum tímapunkti. Hjá 3. og 4. flokki eru veittar viðurkenningar fyrir:

  • Bestu ástundun
  • Mestu framfarir
  • Leikmaður ársins
  • Viðurkenningin frábær liðsfélagi er veitt í öllum flokkum

Jörundur, Anna Laufey, Auður, Ásdís, Katrín og Þorlákur.

8. 7. 6. flokkur - Skelltu sér í vítakeppni.

vítótaka2.mp4

Vítakeppni á N1 - mótinu

5. flokkur karla

Hér eru svipmyndir frá N1 mótinu árið 2019.

Blanda af ljósmyndum myndbandi. M.a. vítakeppni okkar manna á móti Hattarmönnum frá Egilsstöðum.

Hér er okkar val á leikmönnum yngriflokka árið 2019

3. og 4. flokkur karla og kvenna.

Auður Helga Halldórsdóttir

Leikmaður ársins

Auður er framúrskarandi íþróttamaður, hún er fjölhæf. Nú þarf hún að halda vel á spilunum. Auður hefur jákvætt viðhorf, hún er tilbúin að leggja mikið á sig. Það að verða góður knattspyrnumaður er þolinmæðis vinna og gerist ekki á einum degi. Auður er um næstu helgi á úrtaksæfingum hjá KSÍ fyrir yngri landslið.

Daníel Frans

Mestu framfarir

Daníel Frans er mikið efni, hann á að baki nokkra leiki með mfl. karla nú þegar. Hann hefur staðið sig mjög vel í sumar. Verið lykilmaður hjá 3. flokki karla. Nú er vinnan rétt að byrja, en grunnurinn er til staðar. Þannig að með hárréttu hugarfari og elju mun Daníel ná að bæta sig enn frekar á komnandi misserum. Vonandi sjáum við meira af honum hjá Mfl. karla á næsta tímabili.

Gunnar Atli

Besta ástundun

Gunnar Atli er maðurinn sem er klár á æfingu, jafnvel þó að hann sé aðeins meiddur þá mætir hann. Gunnar hefur verið að taka góðum framförum, hann hefur spilað ágætlega í sumar og fengið að prófa nokkrar stöður. Hugarfarið hjá Gunnari er til fyrirmyndar, það á eftir að hjálpa honum á næstu misserum.

Katrín Ósk

Frábær liðsfélagi

Katrín Ósk er leikmaður sem ávallt leggur sig 100% fram og rúmlega það. Það eru einmitt þeir leikmenn sem þú vilt vera með í liði. Katrín hefur bætt sig mikið í sumar. Hugarfarið er til fyrirmyndar, sem þýðir það Katrín á eftir gera góða hluti á næstu misserum.

5. flokkur - frábær liðsfélagi

Sæmundur Hólm

Hefur sýnt miklar framfarir, leggur mikinn metnað í að bæta sig. Hefur tekið stórstígum framförum í sumar innan sem utan vallar. Sæmundur hefur orðið gott auga fyrir sendingum og hann hefur bætt sig mikið í spyrnum hvort sem það er með hægri eða vinstri fæti.

Í fótbolta sem og öðrum íþróttum skiptir máli að leikmenn vinni saman sem ein heild, vinni fyrir hvern annan og sýni samstöðu. Góður liðsfélagi er duglegur að hvetja aðra til að gera sitt besta, fyrirgefur mistök, hrósar og styður við lið sitt, er jákvæður, er baráttuglaður, gefst aldrei upp og er viljugur að vinna fyrir liðið sitt en einnig fyrir félagið sitt. Góður liðsfélagi er jafnframt vinur allra í liðinu.

6. flokkur - frábær liðsfélagi

Kolbeinn Óli

Kolbeinn hefur tekið góðum framförum og honum þykir fátt skemmtilegra en að spila góðan þríhyrning og svo að sjálfsögðu að skora. Vinstri fóturinn er alltaf að eflast sem og leikskilningurinn. Kolbeinn er farinn að sjá betur og betur sendinga möguleika, hann hefur bætt sig mikið á síðustu misserum. Kolbeinn þarf að leggja rækt við hægri fótinn líka, hann er kominn með mjög góðan vinstri fót, þá er bara að koma þeim hægri eins langt og hægt er.

Í fótbolta sem öðrum íþróttum skiptir máli að leikmenn vinni saman sem ein heild, vinni fyrir hvern annan og sýni samstöðu. Góður liðsfélagi er duglegur að hvetja aðra til að gera sitt besta, fyrirgefur mistök, hrósar og styður við lið sitt, er jákvæður, er baráttuglaður, gefst aldrei upp og er viljugur að vinna fyrir liðið sitt en einnig fyrir félagið sitt. Góður liðsfélagi er jafnframt vinur allra í liðinu.

7. flokkur - Frábær liðsfélagi

Elvar Andri

Elvar er baráttumaður sem ekki gefst upp og leggur sig alltaf fram, viðhorfið hjá Elvari er mjög gott hann er búinn að bæta sig mikið. Hann er með mjög öflugan hægri fót. Elvar smitar útfrá sér baráttu anda í liðið sitt.

Í fótbolta sem öðrum íþróttum skiptir máli að leikmenn vinni saman sem ein heild, vinni fyrir hvern annan og sýni samstöðu. Góður liðsfélagi er duglegur að hvetja aðra til að gera sitt besta, fyrirgefur mistök, hrósar og styður við lið sitt, er jákvæður, er baráttuglaður, gefst aldrei upp og er viljugur að vinna fyrir liðið sitt en einnig fyrir félagið sitt. Góður liðsfélagi er jafnframt vinur allra í liðinu.

8. flokkur - Frábær liðsfélagi

Helga Laufey

Helga smitar útfrá sér gleði í hópinn og er dugleg að æfa sig og gefur ekki neitt eftir.

Í fótbolta sem öðrum íþróttum skiptir máli að leikmenn vinni saman sem ein heild, vinni fyrir hvern annan og sýni samstöðu. Góður liðsfélagi er duglegur að hvetja aðra til að gera sitt besta, fyrirgefur mistök, hrósar og styður við lið sitt, er jákvæður, er baráttuglaður, gefst aldrei upp og er viljugur að vinna fyrir liðið sitt en einnig fyrir félagið sitt. Góður liðsfélagi er jafnframt vinur allra í liðinu.

Settu þér markmið -

N1 - mót 2019

4. flokkur kvenna: Leikur í Vestmannaeyjum.

Action á inniæfingu.....

Auður Helga, Katrín Ósk og Anna Laufey á Rey Cup.

Hópmynd frá Rey Cup.