Sunnudagur 9. október 2005 -- Ein gömul: Sennilega er þessi farmur sá breiðasti sem farið hefur verið með um Strákagöng, þegar Gestur Halldórs fór með á bíl sínum túrbínuna frá Siglufjarðarhöfn í nýju Skeiðsfossvirkjunina árið 1975-- Þarna er hann á leið út úr göngunum að vestanverðu.
Sunnudagur 9. október 2005 --- Skipstjórarnir Sverrir Björnsson og Ólafur Gunnarsson. Þeir voru við bátahöfnina síðast liðinn föstudag, sennilega að spjalla um fiskveiðar og hið ljúfa líf sjómennskunnar ! Þeir litu aðeins upp og brostu til ljósmyndarans.
Sunnudagur 9. október 2005 Tekjujöfnunarframlögum úthlutað --- Siglufjörður, Ólafsfjörður og Grímsey fá ekkert. --- Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur samþykkt tillögu að áætlun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2005 og hefur félagsmálaráðherra staðfest tillögu nefndarinnar. Tekjujöfnunarframlög eru greidd þeim sveitarfélögum sem fullnýta tekjustofna sína en búa við það að meðaltal tekna á íbúa er lægra en 97% af meðaltali tekna íbúa í öllum sveitarfélögum. Komu ¾ hlutar framlagsins til greiðslu 6. október sl. en fjórðungur framlaganna verður greiddur út í árslok á grundvelli leiðréttrar skrár um álagðar skatttekjur sveitarfélaganna. Mörg sveitarfélaganna í Eyjafirði fá tekjujöfnunarframlög en upphæð þeirra sýnir nokkuð vel hvernig íbúar einstakra sveitarfélaga standa tekjulega og þá sveitarfélögin í framhaldi af því. Áætlanir fyrir sveitarfélögin í Eyjafirði eru eftirfarandi: Akureyri 192,3 milljónir - Eyjafjarðarsveit 45,5 millj. - Dalvíkurbyggð 39,8 millj. -Svalbarðsstrandarhreppur 10,9 millj. - Hörgárbyggð 9,3 millj. -Grýtubakkahreppur 3,3 millj. Arnarneshreppur 0,5 millj. --
Samkvæmt þessu eru tekjujöfnunarframlög á íbúa hæst í Eyjafjarðarsveit. -- Siglufjörður, Ólafsfjörður og Grímsey fá hins vegar ekkert, sem bendir til þess að tekjur á íbúa þar séu hærri en 97% af meðaltali í landinu. Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar geta farið inn á vef félagsmálaráðuneytisins og skoðað þessar tölur í samhengi við íbúafjölda.
Snnudagur 9. október 2005 --
Frá RÚV:
Tillaga um sameiningu níu sveitarfélaga við Eyjafjörð var kolfelld í kosningum í dag. Sterkust var andstaðan í Grýtubakkahreppi, en þar sögðu aðeins tveir íbúar já, en 99,05% íbúanna sögðu nei. Tillagan var einnig felld með afgerandi hætti í Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Arnarneshreppi og Dalvíkurbyggð.
Mest kom þó á óvart, að Akureyringar felldu tillöguna með afgerandi hætti. Þar var að vísu ekki nema 22% kjörsókn, sem er sú minnsta kjörsókn sem menn muna á þeim bæ. 54 % sögðu nei, en 42% já. Það voru aðeins Siglfirðingar og Ólafsfirðingar, sem samþykktu tillöguna. Það dugir hins vegar ekki til að aftur verði kosið eftir sex vikur í þeim sveitarfélögum sem felldu, þannig að sameiningartillagan er dauð. Því miður, segi ég SK -
Sunnudagur 9. október 2005 -- Rangar upplýsingar / Óþægileg nótt var hjá þeim bifreiðarstjóra sem seint í gærkveldi ætlaði að bregða sér til Dalvíkur (á vel útbúnum bíl sínum) hann sá á skilti við veginn að Lágheiði væri fær, það sama var sagt í símsvara Vegagerðar svo lagt var á heiðina, en hann festi bifreið sína og sá ekki fyrr en of seint (í náttmyrkrinu) að vegurinn væri ófær.
Það sama skeði með þann næsta sem ætlaði yfir Lágheiðina mörgum klukkustundum seinna, en gat komið þeim fyrrnefnda til aðstoðar, sem og báðir snéru við eftir það og fóru lengri leiðina. -- Vegfarendur ættu ekki að treysta algjörlega því sem símsvarar segja né upplýsinga skiltum Vegagerðarinnar. -- Það eru jú menn sem stjórna þessu ekki satt - og öll erum við mannleg og gerum mistök - en óþægilegar tafir geta orðið á uppfærslum og breytingum upplýsinga.
Mánudagur 10. október 2005
Ein gömul: Höfnin 1975
Mánudagur 10. október 2005 -- Höfnin í gær -- Allir bátarnir í höfn, við Ingvarsbryggju og í bátadokkinni.
Mánudagur 10. október 2005
Jarðskjálfti ! Ég vaknaði klukkan 08:00 í morgun, hlustaði á veðurgnýinn og snéri mér á hina hliðina.
Ég var í hálfgerður svefnmóki klukkan 08:12 þegar ég hrökk upp við heljarins högg, og mér fannst eitthvað haf lent á húsi mínu, rauk á fætur og leit út um alla glugga en sá ekkert.
Ég var farinn að halda að mig hefði dreymt þetta. Þar til ég var kominn niður í bæ stuttu síðar og mér var sagt að þetta hefði verið jarðskjálfti upp í 3,9. --
Ég hefi upplifað nokkra jarðskjálfta og á undan þeim komu drunur úr fjarlægð sem þögnuðu svo eftir að skjálftinn reið yfir, en þær drunur nú missti ég af að þessu sinni, þá sofandi -- "Nánar HÉR"
Mánudagur 10. október 2005 Auglýst eftir þátttakendum í forvali vegna Héðinsfjarðarganga.
Vegagerðin hefur nú auglýst eftir þátttakendum í forvali vegna Héðinsfjarðarganga. Auglýsingu má sjá í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar en skila skal forvalsgögnum í síðasta lagi þriðjudaginn 13. desember n.k.
Nánar um þetta má sjá á heimasíðu Vegagerðar,http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/pages/vg1_frfr267.html
Þriðjudagur 11. október 2005
Ein gömul:
Þeir eru að líkindum ekki margir af yngri kynslóðinni sem átta sig strax á því hvar þessi mynd er tekin. - Og til að lofa þeim sem ekki vilja gefa sér tíma til að velta vöngum eða vita það alls ekki, þá er svarið HÉR fyrir neðan
Þriðjudagur 11. október 2005
Aðsend kveðja frá New York ---
Góðan daginn Steingrímur. -
Ég gat ekki staðist þessa freistingu og varð að senda þér þessa mynd af dóttir minni Birnu Guðnýu (6 ára) sem er á leið í skólann með heimatilbúna Íslenska fjallkonu til að sýna skólafélögum sínum hér í New York...--
Kveðja Laufey Anna...---- Laufey er dóttir Birnu Baldurs og Guðna.
Þriðjudagur 11. október 2005 -- Er vetur konungur kominn? -- Þessi mynd ver tekin á Siglufirði fyrir hádegið í gær -- Aðalgatan fyrir miðri mynd, kirkjutröppurnar til vinstri í forgrunni.
Þriðjudagur 11. október 2005 - Forsvarsmenn Siglufjarðar og Ólafsfjaðrar íhuga að taka upp viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarráð Siglufjarðar ræddi hugsanlega sameiningu í gær og bæjarráð Ólafsfjarðar mun gera það síðdegis í dag. --- Kosið var um sameiningu allra sveitarfélaganna á Eyjajaðarsvæðinu á laugardaginn. Sú tillaga var kolfelld, aðeins Siglfirðingar og Ólafsfirðingar samþykktu sameiningu. Bæjarráð Siglufjarðar ræddi stöðu mála í gær og þar var ákveðið að ræða við Ólafsfirðinga um hugsanlega sameiningu, en ekkert var bókað á fundinum. Bæjarstjórn Ólafsfjaðrar kemur saman til fundar síðdegis í dag , og strax á eftir verður haldinn fundur í bæjarráði, þar sem sameiningarmál verða rædd. Ekki er ólíklegt að í framhaldinu verði sett á laggirnar sérstök sameiningarnefnd. ---- Ólafur Kárason formaður bæjarráðs Siglufjarðar segir rökrétt að Siglfirðingar og Ólafsfirðingar ræði saman og kanni til hlítar kosti og galla þess að sameina þessi nágrannasveitarfélög. ---- Eins og fram kom í Útvarpsfréttum hefur Vegagerðin nú auglýst eftir þátttöku fyrirtækja í forvali um gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð. Með tilkomu þeirra gana styttist vegalengdin milli staðanna verulega. --- Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur til ráðstöfunar tvo og hálfan milljarð króna til að styrkja sveitarstjórnarstigið. Ekki er ólíklegt að Siglfirðingar og Ólafsfirðingar líti til Jöfnunarsjóðs í tengslum við hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna.
Þriðjudagur 11. október 2005-- Fyrirtæki októbermánaðar, var kjörið í morgun af Kaupmannafélagi Siglufjarðar, fyrir valinu að þessu sinni var Bókhaldsskrifstofa Steinars Baldurssonar, sem starfað hefur á Siglufirði í yfir 30 ár undir forsvari Steinars Baldurssonar. Meðfylgjandi mynd er frá afhendingu viðurkenningarinnar á Skrifstofu Steinars í morgun. Á myndinni eru Freyr Sigurðsson formaður Kaupmannasamtakanna - Helga Freysdóttir stjórnarmaður Kaupmannafélagsins - Steinar Baldursson forstjóri og Elín Þór Björnsdóttir stjórnarmaður Kaupmannafélagsins
Þriðjudagur 11. október 2005 -- Maður októbermánaðar, var kjörinn í morgun af Kaupmannafélagi Siglufjarðar, fyrir valinu að þessu sinni var Valey Jónasdóttir kennari, fyrir áratuga kennslu að baki, félagsstörf og listhneigð sína og sköpun.
Á myndinni sem tekin var á heimili Valeyjar í morgun, eru Valey Jónasdóttir - Freyr Sigurðsson og Helga Freysdóttir fulltrúar Kaupmannafélagsins
Þriðjudagur 11. október 2005 - Í morgun klukkan10:00 var opnuð formlega ný verslun á Siglufirði sem ber nafnið Eyrarbúðin. Þarna var áður til húsa Aðalbúðin ofl. En Eyrarbúðin er með allan þann varning sem Aðalbúðin (sú síðasta) var með og að auki þann varning sem áður var til sölu í versluninni Rafbær, sem voru allar algengustu rafmagnsvörur til heimilisnota. Fyrirtækin sem eiga Eyrarbúðin eru Torg ehf og Siglunes ehf. Á myndinni til hægri eru Hrafnhildur Hreinsdóttir afgreiðslustúlka og Freyr Sigurðsson framkvæmdastjóri. Hin myndin er frá heimilistækjadeildinni.
Miðvikudagur 12. október 2005 -- Ein gömul: Hvaða hús er þetta?
Svarið HER - Myndin er tekin 1981 -- Húsið er löngu horfið, en það var brennt af Slökkviliðinu, eða eigum við í þessu tilfelli að segja Brunaliðinu, -- í æfingarskyni eftir að ákvörðun var tekin um að fjarlægja húsið. - Myndin er af íbúðarhúsinu Hvanneyrarbraut 68 - Fjögurra íbúða hús, sem Óskar Halldórsson (?) byggði einhvern tíma fyrir 1930 og var þá notað sem verbúð vegna söltunarstöðvar, frystihúss og annars reksturs sem var í Bakka á þeim tíma, neðan við húsiðMiðvikudagur 12. október 2005
Þær virtust una sér vel álftirnar á Langeyrartjörn í gærmorgun, þar sem þær syntu í og við krapahimnu sem var á hluta tjarnarinnar, í leit af æti eins og venjulega.
Miðvikudagur 12. október 2005 -- Viðræður um sameiningu-
Ólafsfjarðar og Siglufjarðar framundan --- Bæjarráð Ólafsfjarðar ákvað í gærkvöldi að óska eftir viðræðum við Siglfirðinga um sameiningu sveitarfélaganna en áður hafa Siglfirðingar komist að sömu niðurstöðu.
Fram kom í fréttum Útvarpsins að fulltrúar sveitarfélaganna tveggja hitta félagsmálaráðherra í dag til að ræða aðkomu félagsmálaráðuneytisins að hugsanlegri sameiningu.
Miðvikudagur 12. október 2005
Skíðasvæðið í Skarðdal leit ekki sem verst út séð frá Langeyrarvegi, en hvort þar er kominn möguleiki á að opna það get ég ekki skorið úr um. Sumir segja að það muni ver þokkalegt færi þarna uppi -
En "yfirvöldin" segja að þar sem búast megi við því að hitastig breytist, og þessi snjór hvarfi að mestu, þá sé vart tímabært að opna svæðið núna, en það verði örugglega gert strax og gera megi ráð fyrir áframhaldandi snjóatímabili.
Það er örugglega rétt mat hjá þeim, enda er veturinn samkvæmt dagatalinu ekki kominn ennþá - þó svo að dagatalið hafa undanfarin ár ekki alveg verið sjálfu sér samkvæmt, vegna hlýnandi veðurfars á norðurslóðum.
Fimmtudagur 13. október 2005 -- Frá dagur.net: Sameining sveitarfélaga - Fundinum með ráðherra lokið ---- Fundi fulltrúa Ólafsfjarðar og Siglufjarðar með félagsmálaráðherra Árna Magnússyni er lokið. Að sögn Stefaníu Traustadóttur bæjarstjóra í Ólafsfirði gekk fundurinn vel og var farið yfir stöðuna sem uppi er eftir atkvæðagreiðsluna um síðust helgi. Ráðherra og hans menn gerðu grein fyrir þeim reglum sem í gildi eru um aðkomu ráðuneytisins að þeim málum sem verið er að undirbúa í viðræðum bæjarstjórna Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Stefanía sagði að kynntar hafi verið reglur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í þessu sambandi en engin loforð verið gefin um fjármagn frá ríkinu til að liðka fyrir sameiningu sveitarfélaganna enda ekki von til þess á þessu stigi. --- Eins og áður hefur komið fram voru fulltrúar sveitarfélaganna á fundinum bæði frá minni og meirihluta bæjarstjórnanna auk bæjarstjóranna eða þrír frá hvorum stað. Frá ráðuneytinu voru, auk ráðherra, ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, starfsmaður Jöfnunarsjóðs og Róbert Ragnarsson sem var verkefnisstjóri sameiningarátaksins um síðustu helgi.
13. október 2005 Fimmtudagur 13. október 2005 Ein gömul: Jóhann Rögnvaldsson - Einar Hermannsson með son sinn Ásmund (Mumma) og Haukur Kristjánsson.
Fimmtudagur 13. október 2005
FRÉTTABLAÐ SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS í Reykjavík og nágrenni er komið út -- http://www.siglfirdingafelagid.is/
Á þessum tíma árið 2005, sá undirritaður um uppfærslur og hýsingu á vef Siglfirðingafélagsins.
Sumt af því efni er varðveitt á CD diskum hjá mér, en ekki aðgengilegt á netinu. - Steingrímur
Fimmtudagur 13. október 2005 Frá SR-Byggingavörur:
Sérstök kynning í dag.
Fimmtudagur 13. október 2005
TRÖLLABYGGÐ --- Óformleg hugmynd að umræðu og tillögu um hugmyndaflug Siglfirðinga, Ólafsfirðinga og annarra um hugsanlegt nafn sem gefa mætti "væntanlegu" byggðarlagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. --
Tillögur hafa komið fram um að lesendur tjái sig og gefi ímyndunaraflinu lausan tauminn í sambandi við nafngiftina á Tröllabyggð er fyrsta nafnið sem fram hefur komið svo ég viti.
Komið með fleiri hugmyndir, - svona til gamans í skammdeginu..
Föstudagur 14. október 2005 -- Ein gömul: Ég held ég megi fullyrða að þessi bátur/skip, sé sá stærsti sem dreginn hefur verið á land á Siglufirði, það er upp í Dráttarbraut Siglufjarðar. Þetta skeði árið 1976 og báturinn heitir?
Föstudagur 14. október 2005 Síðasta tækifærið ? Í bili sennilega, ef eitthvað er að marka veðurspána hans Sigurðar Þ Ragnars - En hann spáir hlýnandi segir kona mín, sem alltaf horfir á veðurfregnirnar á Stöð 2, enda áskrifandi. En þessi mynd er enginn spádómur, en hún sýnir hluta af þeim krökkum í Bakka sem voru að renna sér á snjónum seinni partinn í gær. --- Sex ljósmyndir í viðbót sérðu ef þú smellir HÉR
Föstudagur 14. október 2005 Hannes Boy Nýr "Siglfirskur" bátur, staðsettur í Mexico. Bátur sem ber nafnið Hannes Boy - í höfuðið á Hannesi Garðarssyni.
Eigandi bátsins er Róbert Guðfinnsson, sem jafnframt heldur úti heimasíðu, þar sem nánar er sagt frá bátnum. Tengillinn til síðu "Hannes Boy" ekki virkur í dag; 2019
Laugardagur 15. október 2005 Margar gamlar: Lífið á Sigló, við Höfnina árið 1976 -- Bryggjuliðið -Löndunarvinna ofl.