Landsmót Oddfellowa í golfi árið 2020 verður haldið á golfvelli Oddellowa Urriðavelli þann 15. ágúst n.k. Skráning hefst 15. júlí kl. 10:00 á golf.is en einnig er hægt að hafa samband í síma 565 9092. Aðstoð við skráningu er einnig á landsmotoddfellow@gmail.com.
Eins og undanfarin ár reiknum við með góðri þátttöku og því áætlum við að ræst verði út frá 1. og 10. teig. Fyrri ræsing er áætluð milli kl. 7.00 og 9.00 um morguninn og seinni ræsing áætluð milli kl. 12.00 og 14.00.