Umhverfissjónarmið skulu vera höfð að leiðarljósi í allri starfsemi HHF. Aðildarfélög HHF eru hvött til að taka mið að umhverfissjónarmiðum í sínu starfi og samþætta umhverfishugsun inn í dagleg störf, enda þarf starf félaganna að fara fram í sátt við náttúruna.
Umhverfissstefna HHF felur eftirfarandi í sér að:
Allir viðburðir á vegum HHF fari fram á eins umhverfisvænan hátt og kostur er. Mið skal tekið af umhverfissjónarmiðum ekki síður en félagslegum þáttum þegar staðsetning viðburða er ákvörðuð.
Stuðla að því að setja upp sorpflokkun þar sem starfsemi HHF og aðildarfélaga fer fram. Flokka úrgang eins vel og hægt er og auka endurvinnslumöguleika úrgangs sem til fellur.
Félagsmenn tileinki sér almenningssamgöngur þegar þess er kostur og kjósi frekar umhverfisvænan og heilsusamlegan ferðamáta á borð við að hjóla eða ganga þegar því verður komið við.
Samnýta bíla í ferðum á viðburði HHF og aðildarfélaga þess.
Aðildarfélög leggi sig fram við að auka umhverfisvitund félagsmanna sinna, meðal annars með aukinni útIvist og tómstundaiðkun í náttúrunni.
Hvetja félagsmenn að huga að sóun. Nýta skal betur matvæli og efni á hagkvæman hátt.
Velja umhverfisvænar rekstrarvörur og endurvinnanlegan varning ef um einnota vörur er að ræða.
Hvetja til umhverfissparandi aðgerða í rekstri á skrifstofum, svo sem með því að spara pappír og slökkva á ljósum og raftækjum þegar þau eru ekki í notkun