Half-life er þó ekki eini leikurinn í seríunni.
Stuttu eftir Half-life fór Valve að framleiða Half-life 2. Það reyndist þeim þó stór áskorun. Á meðan Half-life 2 var í framleiðslu voru þeir líka að framleiða nýja leikjavél sem hét Source. Fyrsti leikurinn til að notfæra sér Source leikjavélina er tæknilega séð Half-Life: source sem er endurgerð á Half-life en margir kjósa að hunsa hann.
Half-life 2 gerist 20 árum eftir fyrsta. Gordon Freeman rankar við sér á lest á leið í borg í Austur-Evrópu sem er kölluð city 17. Hann er búinn að vera fastur í stöðnun í þessi tuttugu ár sem dularfullur maður einungis þekktur sem G-man setti hann í. Hann finnur út að mannkynið hefur verið hneppt í þrældóm af framandi geimverum þekktir sem Combine. Gordon er svo sentur af stað í leiðangur til að steypa geimverunum af stóli og bjarga mannkyninu.
Half-life 2 er mjög einstakur leikur. Hann er eitt af fyrstu leikjunum til að notfæra sér eðlisfræðivél (physics engine). Eðlisfræðivél er fyrirbæri sem líkir eftir eðlisfræði í raunheiminum. Í leikjum fyrir Half-life 2 voru leikja umhverfin oft stíf og ógagnvirk. Það sem Half-life 2 gerði var að það leyfði spilaranum að interacta við umhverfið. Þar sem áður var kassi sem sat fastur í umhverfinu var nú kassi sem þú gast tekið upp og notað. Leikurinn notfærði sér einnig handritaða söguviðburði (scripted story events) sem er það þegar viðburður er forritaður í leikinn. Sem dæmi er staður í leiknum þar sem bíll skýtur niður byggingu sem fellur svo og hindrar spilarann. Það er handritaður söguviðburður. Þeir notfæra sér svokallaða kveikju sem er ósýnileg lína og ef þú ferð yfir hana þá gerist einhver ákveðin aðburður eins og þessi bygging sem fellur.
Gabe Newell útskýrir í viðtali við IGN að hann vildi að heimurinn sem leikurinn gerist í væri gagnvirkari og væri ekki bara eitthvað svið sem spilarinn hleypur framhjá án þess að veita því athygli.
Leikurinn hefur líka uppfært svipbrigði karakter módelanna. Í Half-life 1 eru andlitin mjög stíf og aðeins munnurinn hreyfist. Í Half-life 2 geta módelin hreyft sem dæmi augabrýrnar sem leyfir karakterunum að verða reitt eða hrætt.