6. flokkur karla og kvenna

Kennslu- og æfingaskrá

Helstu áherslu atriði

Megináherslur í tækni- og leikfræðiþjálfun:

Tækni

Spyrnur

Áhersla á innanfótar- og ristarspyrnur. Enn fremur spyrnu með höfði úr kyrrstöðu.

Móttaka knattar

Áhersla á móttöku knattar með jörðu og á lofti með fæti. Enn fremur móttaka og markskot.

Knetti skýlt

Áhersla á að skýla knetti og halda honum frá mótherja m.t.t. stöðu líkama.

Knattrak

Áhersla á knattrak með innanverðum fæti og utanverðum fæti og einföldum gabbhreyfingum í framhaldi af knattraki.

Grunntækni

Að venjast knetti. Markmið að bæta fyrstu snertingu.

Taktur og samhæfing

Áhersla á hraðar fótahreyfingar, þ.á m. á víxl, bæði úr kyrrstöðu og á ferð. Markmið að auka samhæfingu.

Jafnvægi

Áhersla á æfingar sem gerðar eru á öðrum fæti, bæði úr kyrrstöðu og á ferð.

Að gera tvennt í einu

Áhersla á að vinna með tvo knetti og megináhersla er á að losa sig við knött og taka á móti á því sem næst sama augnabliki. Markmið samhæfing og hröð hugsun.

Gabbhreyfingar

Áhersla á einfaldar gabbhreyfingar með þungaflutningi. Markmið að geta beitt gabbhreyfingum í stöðunni maður gegn manni.

Snúningar

Áhersla á einfalda snúninga og stefnubreytingu með knött.

Leikfræði

Leikfræði hóps

Um er að ræða grunnatriði leikfræði varnar- og sóknarleiks. Megináhersla að vinna í fámennum hópum, s.s. 1:1, 1:2, 2:1, 2:2 o.s.frv. Áhersla að kenna atriði þessi í gegnum leikinn, þá einkum smáleiki („small sided games“). Markmið æfinganna er kennsla í undirstöðuatriðum liðssamvinnu, bæði í sókn og vörn, s.s. aðstoð við samherja, völdun samherja, fríhlaup, framhjáhlaup og veggspil.

Markskot

Áhersla á markskot eftir móttöku frá jörðu.

Föst leikatriði

Áhersla á föst leikatriði, s.s. innköst, hornspyrnur og aukaspyrnur, bæði í varnar- og sóknarleik.

Þjálfun markvarða

Hluti leikfræðinnar er þjálfun markvarða, sem einkum verður samtvinnuð öðrum æfingum.

Leikskipulag, leikkerfi og leikstílar

Sérstakur þáttur í þjálfun iðkenda, sem tengist hinum leikfræðilega hluta, er grunnkynning á mismunandi leikkerfum. Áhersla lögð á að kynna fyrir iðkendum leikkerfi er byggja á varnarleik og sóknarleik og gera þeim kleift að leika mismunandi leikkerfi eftir styrkleika mótherja. Tekur mið af fimm manna knattspyrnu þar sem leikskipulag miðar af myndun þríhyrninga, tígla og kassa.