8. og 9. bekkur Þelamerkurskóla

Veturinn 2017-2018

Fréttir

Nú styttist heldur betur í lok þessa skólaárs og framundan ýmis verkefni sem standa þarf skil á. Í ensku er 9. bekkur að gera heimasíður en 8. bekkurinn aftur á móti að vinna að þemaverkefni tengdu fjölskyldunni. Bæði þessi verkefni eru síðustu verkefni annarinnar í ensku.

Í íslensku erum við að vinna með vandað mál, rétt og rangt mál, málshætti og orðtök svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að allir klári þau verkefni sem lögð eru fyrir því vinnuframlag gildir til lokaeinkunnar.

Í stærðfræði erum við í síðasta kafla vetrarins og endum á kaflaprófi í lok maí.

Í næstu viku er stúlkum í 9. bekk boðið í Háskólann á Akureyri til að kynnast verkefninu "Stelpur og tækni". Dagskráin hefst klukkan 10:00 og stendur til 15:00. Keyrt er heim að skóla eftir kynninguna en foreldrar eru beðnir um að sækja stelpurnar í skólann. Gott væri að fá miða eða tölvupóst frá ykkur ef einhver ætlar að verða eftir í bænum.


Vorgleði 9. bekkjar og Ýdalaball.

Minni á vorgleði 9. bekkjar sem haldin verður í skólanum á miðvikudagskvöldið kl. 20:00. 9. bekkur lofar góðri skemmtun og góðum mat :)

Föstudagskvöldið 4. maí er nemendum 7. - 10. bekkjar boðið á ball í Ýdölum. Farið verður frá skólanum kl. 18:30 og áætluð heimakoma upp úr kl. 23. Foreldraakstur er til og frá skóla. Hulda fer með hópnum.


Fréttir :)

Heil og sæl!

Venju samkvæmt er nóg um að vera hérna hjá okkur. Nemendur vinna alla jafnan vel og standa skil á verkefnum. Framundan eru ýmis skil eins og sjá má undir flipanum "Hvað er framundan?". Má þar til að mynda nefna verkefni í Gísla sögu sem felst í að skapa einhverja afurð og skila stuttum rituðum texta um viðfangsefnið. Krakkarnir hafa frjótt ýmindunarafl og því verður spennandi að sjá þessu verkefni hjá þeim.

Annars vinna nemendur eftir áætlunum sem þið getið skoðað hérna (8. bekkur / 9. bekkur) og gengur sú vinna yfirleitt vel. Krakkarnir fá nú í hendur áætlun fyrir nokkrar vikur í senn og hafa því möguleikann á að færa til á milli vikna ef þörf er á. Sumir kjósa að vinna aðeins fram í tímann og það er bara allt í lagi á meðan aðrir fara hægar yfir í sumum fögum.

Andinn í hópnum er góður, krakkarnir eru vinnusamir og jákvæðir.

Læt þetta duga að sinni.

Bestu kveðjur,

Berglinn

SKÓLAHREYSTI

 • Skólahreysti er á morgun, miðvikudaginn 4. apríl.
 • 8.-10. bekk er boðið að horfa á keppnina í Íþróttahöllinni á Akureyri.
 • Rúta fer frá skólanum kl. 12:00.
 • Áætlað er að keppni ljúki um kl. 15:30 en þá fer rútan aftur í skólann.
 • Foreldrar sækja börnin sín í skólann.
 • Þeir sem ætla að verða eftir í bænum verða að koma með miða að heiman, hringja í skólann eða senda tölvupóst áður en lagt er af stað.

SAM-skóla ferð í Kiðagil í Bárðardal

Dagskrá SAM-skólaferðarinnar er tilbúin og má skoða hana hér. Dagskráin hefst kl. 14:00 og því er áætlað að leggja af stað frá skóla eftir hádegismat á föstudaginn. Ýmislegt skemmtilegt er í boði eins og sjá má. Heimferð er áætluð um kl. 10 á laugardagsmorguninn.

Nauðsynlegur útbúnaður:

 • skjólgóður útifatnaður
 • sæng / svefnpoki, lak og koddi - nægar dýnur á staðnum
 • handklæði, tannbursti og aðrar nauðsynlegar snyrtivörur
 • aukaföt

Endilega heyrið í mér ef eitthvað er óljóst :)

Berglind

SNILLINGAR í hugmyndavinnu

Nemendur í 8. bekk vinna nú verkefni sem heitir SNILLINGASTUND. Verkefnið er áhugasviðsverkefni þar sem nemedur velja sér viðfangsefni til að rannsaka, skapa og kynna. Í dag leituðu krakkarnir að hugmyndum til að vinna með, margar skemmtilegar hugmyndir komu fram og verður gaman að sjá hvernig nemendur ætla að útfæra þær. Nánari upplýsingar um verkefni má finna hér.

Næstu dagar ...

Hæhæ, það er margt um að vera á næstunni.

Föstudaginn (23. febrúar) fara nemendur í 8. - 10. bekk í stuttar bæjarferð. Ætlunin er að kíkja á Starfamessu sem haldin er í Háskólanum á Akureyri. Farið verður frá skóla kl. 8:40 og komið aftur til baka kl. 10:30. Markmiðið með Starfamessu eru að nemendur í elstu bekkjum grunnskólans fræðist um mismunandi störf og þá fjölbreytni sem er í boði á atvinnumarkaði.

Á miðvikudag (27. febrúar) í næstu viku fara 9. bekkingar í heimsókn í Verkmenntaskólann. Heimsóknin stendur frá 10-12 og eftir það er hefðbundinn skóladagur.

Mig langar að benda foreldrum á kynningarfund Verkemenntaskólans sem fram fer miðvikudaginn 28. febrúar nk. kl. 16.30-18.30. Fundurinn er sérstaklega hugsaður fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og forráðamenn þeirra. Nemendur og starfsfólk verða á staðnum til að kynna námsleiðir innan skólans, sem og félagslíf nemenda.

Annars er bara gott að frétta. Undirbúningur fyrir samræmd próf stendur nú sem hæst auk þess sem nóg annað er gera :)

Bestu kveðjur í bili,

Berglind

Heil og sæl!

Nú er árshátíð lokið og við tekur hefðbundið skólastarf (í það minnsta um tíma). Undir "Vikuáætlanir" er að finna námsáætlnir næstu vikna. Þær breytingar hafa orðið á áætlunum að í stað vikuáætlunnar fyrir öll fög fær nú hvert fag sitt eigið skjal. Hver áætlun gildir fyrir fimm vikur.

Minni á að í næstu viku er bekkjarafmæli, þeir sem halda afmælið núna eru Álfhildur, Kristín, Ida, Sólveig, Alexander, Hildur og Bjarney. Vetrarfrí í skólanum miðvikudag, fimmtudag og föstudag :)

STYTTIST Í ÁRSHÁTÍÐ

Jæja þá er heldur betur farið að styttast í árshátíð. Undirbúningur gengur vel og óhætt að segja að krakkarnir standi sig frábærlega :) Allar upplýsingar um árshátíðardagana er að finna á heimasíðu skólans.

Það er lítið annað að frétta af okkur nema að á þriðjudag er stærðfræðipróf hjá 9. bekk. Ég er búin að deila með þeim gátlista og Anna Rósa tók upprifjun fyrr í vikunni.

Læt þetta duga í bili. Endilega heyrið í mér ef eitthvað er óljóst varðandi árshátíð :)

Fréttir úr skólanum OG NORÐUR-ORG

Heil og sæl.

Árshátíðarundirbúiningur gegnur vel, allir komnir í hlutverk og flestir komnir vel á veg með að læra hlutverkin sín. Ég er búin að biðja þá sem ekki eru með handritin sín á hreinu að reyna að læra þau fyrir þriðjudaginn.

Annað gengur sinn vanagang og krakkarnir jákvæðir, hressir og spenntir fyrir árshátíð :)

Norður - ORG

Næstkomandi föstudag (26. janúar) verður söngvakeppni Samfés haldin á Sauðárkróki. Eftir keppni verður svo ball. Farið verður með rútu frá skólanum. Þeir sem ætla að fara verða að gefa endanlegt svar næstkomandi mánudag.

 • Lagt af stað frá skóla kl. 17:00.
 • Keppni hefst kl. 19:00.
 • Ball lýkur kl. 23:00.
 • Áætluð heimskoma í skóla kl. 00:30 - foreldrar sækja í skólann.
 • Miðinn kostar 1500 - skólinn borgar rútuna.

Annað er það ekki í bili :)

Bestu kveðjur og góða helgi,

Berglind

NÝTT ÁR - NÝ ÖNN

Sælir foreldrar.

Nú er skólastarf komið í fastar skorður á nýju ári. Við förum rólega af stað í hefðbundnu bóknámi nú í upphafi annar því fyrirhuguð árshátíð og hug okkar allan :) Undirbúingur gengur vel og er að koma mynd á atriðin.

Hvað námið varðar þá höfum við lagt áherslu á stærðfræðina og enskuna auk þess sem lestur er fyrirferðamikill í íslenskunni. Nemendur lesa á hverjum degi líkt og þeir gerðu fyrir jól en auk þess taka þeir tímatökuæfingar daglega.

Vikuáætlanir er að finna undir flipanum "Vikuáætlanir" hér að ofan.

Bestu kveðjur,

Berglind

- B A L L og P I Z Z U V E I S L A -

Heil og sæl.

Á morgun þriðjudag er ball hjá nemendum í 7. - 10. bekk. Boðið verður upp á pizzu og drykki en nemendur mega koma með aðrar veitingar ef þeir kjósa, eins og nammi eða snakk. Athugið þó að orkudrykkir eru ekki leyfilegir.

Hvetjum alla til að mæta með góða skapið.

Boðið verður upp á myndatöku, svo minnum á vatnsgreitt hár og sparibrosið ;)


Minni einnig á að skráning foreldraviðtala fer fram inn á Mentor og stendur nú yfir.

Dagarnir framundan ...

Í dag tóku nemendur síðasta jólaprófið fyrir þessi jólin og kynntu enskuverkefni sem þeir hafa verið að vinna að síðustu vikur. Þegar þessum skyldum var lokið bauð afmælisnefndin upp á veitingar og hélt uppi stuðinu með skemmtilegum leikjum. Á morgun miðvikudag heldur stundaskrá sér en eftir þann dag taka uppbrotsdagar við.

Fimmtudagur 14/12 - Laufabrauðsdagur, eftir hádegi fara allir í sund.

Föstudagur 15/12 - Opinn dagur, ýmislegt spennandi verður í boði í skólanum. Allir hvattir til að mæta í sínu fínasta pússi eða skreyta sig á einhvern hátt því dagurinn hefur fengið nafnið "Fancy Friday" eða fínn föstudagur.

Mánudagur 18/12 - Smiðjudagur, skemtilegar og fræðandi stöðvar um allan skólann.

Þriðjudagur 19/12 - Skautaferð og jólabíó.

Miðvikudagur 20/12 - Litlu jólin haldin hátíðleg. Minni alla á að koma með pakka (mega að hámarki kosta 650 krónur).

Ef þið smellið á myndina getið þið lesið nánar um þessa daga og skoðað hópaskiptingar og viðfangsefni.

Kveðja,

Berglind

Bekkjarafmæli og smá breytingar á skipulagi næstu daga.

Ég gerði örlita breytingu á skipulagi næstu daga eins og sjá má undir flipanum "Hvað er framundan?". Við flýttum enskuprófinu sem átti að vera á föstudag og verður það á fimmtudaginn í staðinn. Bekkjarafmælið færist yfir á þriðjudaginn 12. desember og þann sama dag er stærðfræðiprófið og enskukynningar, það verður því nóg um að vera þann dag :)

Við ákváðum að halda tvö bekkjarafmæli í vetur, eitt núna fyrir jól og annað á vorönninni. Ég skipti námshópnum því niður í tvo minni hópa og er skiptingin sem hér segir:

Bekkjarafmæli í desember: Ólöf, Jónsteinn, Natalía, Anna Kristín, Snjólaug, Heiðdís, Sóley og Birta Bekkjarafmæli á vorönn: Álfhildur, Kristín, Ida, Sólveig, Alexander, Hildur og Bjarney.

Hvor hópur skipuleggur afmælið og sér um veitingar, minni á að stilla veitingum í hóf þar sem margir eru að sjá um afmælið í hvort skipti.

Takk í bili,

Berglind

Fimmtudagur 30. nóvember

Dagarnir þjóta áfram og desember handan við hornið. Undirbúningur fyrir jólamarkað stendur nú sem hæst auk þess sem mikið er um að vera í náminu. Ég gerði áætlun fyrir dagana fram að jólum, hana getið þið skoðað undir flipanum "vikuáætlanir". Gátlista fyrir próf set ég svo inn á Classroom krakkanna svo þeir ættu að vera aðgengilegir hvenær sem er.

Á morgun föstudag verður jólamarkaðurinn haldinn. Skóli hefst þá á hefðbundnum tíma en lýkur ekki fyrr en kl. 17:00 þegar skólarúturnar fara af stað heim. Margt skemmtilegt og spennandi verður í boði á markaðnum sem stendur frá kl. 15:00-17:00. Hvet ykkur öll til að kíkja við og gera jafnvel góð kaup :)

Skilpulag desembermánaðar er óðum að taka á sig mynd, hér á þessari slóð er að finna upplýsingar um dagana sem framundan eru. https://drive.google.com/drive/folders/1cVQO1E56tWuV3ATNFiFb4Br85KlJg3mt?usp=sharing

Sjáumst á jólamarkaðnum á morgun :)

Kveðja,

Berglind

Föstudagur 17. nóvember

Vikan hefur gengið ljómandi vel og eins og venjulega hefur verið í ýmsu að snúast. Dagur íslenskrar tungu var haldin hátíðlegur í gær og að því tilefni unnum við með íslenska dægurlaga- og rapptexta, slettur, málfarsvillur og fleira tengt málinu okkar. Helga lagði fyrir hópinn fjölbreytt verkefni, og útfærðu krakkarnir þau á skemmtilegan og frumlegan hátt. Gerðar voru myndasögur, myndbönd, ljóð, myndskreytingar og sitthvað fleira.

Í samfélagsfræði er Helga að vinna með krökkunum að verkefni tengdu kynjahlutverkunum. Hópurinn er virkilega áhugasamur og má heyra saumnál detta í stofunni þegar þau eru að vinna að verkefninu, slík er einbeitingin.

Í stærðfræði og ensku vinnum við áfram samkvæmt áætlun. Föstudaginn 24. nóvember er málfræðipróf hjá báðum árgöngum.

Undirbúningur fyrir jólamarkaðinn er kominn á fullt skrið, í gær skiptum við okkur niður á saumastofu og smíðastofu og unnum að ýmsum skemmtilegum verkum. Ég get lofað því að það verður margt spennandi á boðstólnum á markaðnum sem haldin verður föstudaginn 1. desember.

Annað er það ekki í bili.

Bestu kveðjur og góða helgi,

Berglind

Undir flipanum MYNDIR eru nokkrar myndir frá gærdeginum.

Heil og sæl!

Héðan í frá munu allar (eða næstum allar) upplýsingar frá mér koma hér á þessa síðu í stað þess að koma í tölvupósti eins og áður var. Á föstudögum mun ég eftir sem áður skrifa stuttan fréttapóst og deila með ykkur hérna. Hér verður einnig að finna áætlanir vikunnar auk annaráætlanna og fleira sem kann að skipta máli hverju sinni.

Ég sé einnig fyrir mér að þessi vettvangur geti nýst mér og krökkunum til að deila myndum og fréttum úr tímum hjá okkur.

Hvet ykkur til að kíkja reglulega :)

Bestu kveðjur,

Berglind