Hringurinn í kringum landið

Nemendur og starfsfólk Þelamerkurskóla ætla að reyna að komast hringinn í kringum Ísland í apríl 2020 með því að hjóla, ganga, hlaupa eða fara á gönguskíði.

Við ætlum að fylgjast með hvernig okkur gengur að fara í kringum landið á þessari síðu. Hérna fyrir neðan kemur mynd af Íslandi með merkingum um hvar við erum á hverjum tíma.

Neðst á síðunni má sjá hvar starfsfólkið væri statt og hvar nemendur væru staddir ef þeir væru ekki saman í liði en í Þelamörk eru náttúrulega allir í sama liðinu.


22. apríl erum við búin að fara 510 sinnum út að hreyfa okkur. 47 nemendur og starfsmenn hafa því að meðaltali farið út að ganga, skokka, hjóla eða á gönguskíði annan hvern dag í apríl. Það er nokkuð gott.

Þelamerkurskóli

Þelamörk

Hér kemur inn hvar við erum stödd hverju sinni

26. apríl komin yfir Möðrudalsöræfin og erum að koma út úr Jökuldalnum. Við náum eflaust eitthvað niður á austfirði.

Við ætlum þennan hring í kringum landið


26. apríl kl: 14:30 eru komnir 2867 kílómetrar

24. apríl kl: 14:30 eru komnir 2762,5 kílómetrar



Farið um Mývatn í þriðja sinn

Mývatn er um 32 km2 að stærð. Það er mjög vogskorið og í því eru um 50 eyjar og hólmar. Meðaldýpi vatnsins er 2,5 m og mesta náttúrulega dýpi aðeins um 4 m. Lífríki Mývatns er einstætt og er nafn vatnsins dregið af þeim aragrúa mýs sem þar er. Talið að þar haldi sig fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. (https://www.northiceland.is/is/hugmyndir/thettbyliskjarnar/baer/myvatn )

Við Mývatn er þéttbýlisstaðurinn Reykjahlíð þar sem er grunnskóli og margs konar ferðamannaiðnaður. Þar búa um 150 manns.

22. apríl kl: 14:30 eru komnir 2568 kílómetrar


14. apríl Blönduós

Blönduós sem er síðasti þéttbýlisstaðurinn á hringveginum (fyrir utan Varmahlíð) sem við brunum framhjá. Við erum komin aðeins lengra því Varmahlíð er rétt handan við næstu beygju og þá er bara eftir að klára Skagafjörðinn, heiðina, Öxnadalinn og renna í hlað en við förum nú lengra og hefjum þriðja hringinn vonandi.


20. apríl kl: 18:30 eru komnir 2299 kílómetrar

Bæirnir á Suðurlandinu.

Hveragerði er þekkt fyrir ylrækt, þar eru heitar uppsprettur víða í bænum og jarðskjálftar tíðir. Í Hveragerði er besti ís landsins framleiddur, Kjörís.

Selfoss er þéttbýliskjarni í Sveitarfélaginu Árborg og stendur á bökkum Ölfusár, sunnan Ingólfsfjalls.

Hella og Hvolsvöllur eru þéttbýliskjarnar rétt við Eyjafjöllin. Þaðan er stutt í margar náttúruperlur svo sem Þórsmörk, Seljalandsfoss, Skógarfoss og til Vestmannaeyja en Herjólfur siglir frá Landeyjahöfn sem er rétt hjá.


Reykjavík

Reykjavík. Höfuðborgin sem þarf ekki að hafa mörg orð um önnur en þau að það er gaman að koma þangað en enn skemmtilegra að fara þaðan :-) Reykjavík er annars helst þekkt fyrir Árbæinn og íþróttafélagið Fylkir sem þar er starfrækt.

Mosfellsbær

mosfellsbær er í útjaðri Reykjavíkur eða eiginlega inni í Reykjavík því Kjalarnes sem er norðan við Mosó er hluti Reykjavíkur. Í Mosó er Afturelding íþróttafélagið sem allt snýst um. Pabbi býr í Mosfellsbæ :-) Þar er nýleg sundlaug sem er algjörlega bráðnauðsynlegt að reynslurenna.

19. apríl 18:00 eru komnir 2116 kílómetrar


Kirkjubæjarklaustur og Vík í Mýrdal að baki.

Kirkjubæjarklaustur eða Klaustur er sveitaþorp í Skaftárhreppi. Þar voru 196 íbúar 1. desember 2019. Á Kirkubæjarklaustri var áður nunnuklaustur og síðan stórbýli . Hér stoppaði Eldklerkuninn Jón Steingrímsson hraunið úr Skaftáreldum og kom þannig í veg fyrir að byggðin færi í eyði.

Vík í Mýrdal er þorp í Mýrdalshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu og er syðsti þéttbýlisstaður á Íslandi og eina íslenska sjávarþorpið sem ekki hefur höfn. Þar er einna mestur ferðamannaiðnaður á landsbyggðinni en Vík er þekkt fyrir kirkjustæðið, Reynisdranga, Reynisfjöru og Dyrhólaey.

18. apríl 18:00 eru komnir 1827,5 kílómetrar

Á öðrum hring og alveg við Höfn í Hornafirði. Gengur mjög vel.

Austurlandi er að baki og síðast sást Djúpivogur og svo er það suðurlandið

Austfirðirnir voru afgreiddir með stæl í seinni hringnum. Austfirðir eru skemmtilegt svæði sem hefur upp á margt að bjóða, góðar sundlaugar, fín tjaldstæði, golf, náttúrufegurð, gönguleiðir og margt fleira. Náttúruperlur eins og Hengifoss og námurnar á Eskifirði eru vel þess virði að stoppa og skoða.

15. apríl 18:00 eru komnir 1382,5 kílómetrar

Við erum komin hringinn og komin af stað í hring númer tvö. Það passar akkúrat við dagsetninguna því apríl er hálfnaður og við hálfnuð með tvo hringi. Við verðum að halda haus og klára þetta dæmi. Við erum komin aftur framhjá Laugum í Reykjadal.

15. apríl Laugar og Goðafoss


Goðafoss er 12 metra hár og 30 metra breiður. Frægur fyrir að Þorgeir Ljósvetningagoði fórnaði goðum sínum í hann.

Laugar í Reykjadal er vin í eyðimörkinni á milli Akureyrar og Mývatns. Frábær íþróttaaðstaða og fínn framhaldsskóli. Svo er Ragna íþróttakennari frá Laugum. Á Laugum eru líka leikskóli og grunnskóli. Þar búa að jafnaði um 100 manns.

14. apríl Blönduós

Blönduós sem er síðasti þéttbýlisstaðurinn á hringveginum (fyrir utan Varmahlíð) sem við brunum framhjá. Það gerðist strax eftir páska og gott betur. En Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir.

13. apríl 14:00 eru komnir 1082,5 kílómetrar


Páskahelgin kom sterk inn og fórum við á hörkunni framhjá fjölda bæjarfélaga og styttist nú óðum í að hringurinn lokist við Þelamörk en þá höldum við af stað í næsta hring og reynum að fara tvo. :-)


Bæirnir á Suðurlandinu.

Hveragerði er þekkt fyrir ylrækt, þar eru heitar uppsprettur víða í bænum og jarðskjálftar tíðir. Í Hveragerði er besti ís landsins framleiddur, Kjörís.

Selfoss er þéttbýliskjarni í Sveitarfélaginu Árborg og stendur á bökkum Ölfusár, sunnan Ingólfsfjalls.

Hella og Hvolsvöllur eru þéttbýliskjarnar rétt við Eyjafjöllin. Þaðan er stutt í margar náttúruperlur svo sem Þórsmörk, Seljalandsfoss, Skógarfoss og til Vestmannaeyja en Herjólfur siglir frá Landeyjahöfn sem er rétt hjá.


Reykjavík

Reykjavík. Höfuðborgin sem þarf ekki að hafa mörg orð um önnur en þau að það er gaman að koma þangað en enn skemmtilegra að fara þaðan :-) Reykjavík er annars helst þekkt fyrir Árbæinn og íþróttafélagið Fylkir sem þar er starfrækt.

Borgarnes

Borgarnes. er snilldarbær á Vesturlandi þar sem gott er að hafa stopp, frábær sundlaug, góður golfvöllur, skemmtilegt bæjarstæði og fín söfn. Þar er líka Bjössaróló sem er skylduáningarstaður á ferð um landið að sumri til. Fínt að rölta þaðan á kaffihús í fjörunni rétt hjá.

11. apríl 18:00 eru komnir 860 kílómetrar

Kirkjubæjarklaustur og Vík í Mýrdal að baki.

Kirkjubæjarklaustur eða Klaustur er sveitaþorp í Skaftárhreppi. Þar voru 196 íbúar 1. desember 2019. Á Kirkubæjarklaustri var áður nunnuklaustur og síðan stórbýli . Hér stoppaði Eldklerkuninn Jón Steingrímsson hraunið úr Skaftáreldum og kom þannig í veg fyrir að byggðin færi í eyði.

Vík í Mýrdal er þorp í Mýrdalshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu og er syðsti þéttbýlisstaður á Íslandi og eina íslenska sjávarþorpið sem ekki hefur höfn. Þar er einna mestur ferðamannaiðnaður á landsbyggðinni en Vík er þekkt fyrir kirkjustæðið, Reynisdranga, Reynisfjöru og Dyrhólaey.

9. apríl 18:00 eru komnir 673 kílómetrar


Skaftafell, stórkostleg náttúra og góð útivera

Náttúrufegurð, veðurskilyrði og úrval gönguleiða gera Skaftafell að kjöráfangastað þeirra sem vilja njóta útivistar í íslenskri náttúru. Allir eiga að geta fundið leið við sitt hæfi. Stuttar og auðveldar leiðir liggja að Svartafossi og Skaftafellsjökli, en fyrir þá sem vilja fara lengra eru Morsárdalur, Skaftafellsheiði og Kristínartindar helstu áfangastaðir. Nálægð við Öræfajökul gerir Skaftafell líka að kjörinni bækistöð þá sem ætla að ganga á hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk.

8. apríl 17:30 eru komnir 562,5 kílómetrar

Höfn að baki og suðurlandið framundan. Þetta þokast.

Höfn í Hornafirði er þéttbýlisstaður við Hornafjörð á Suðausturlandi og er aðal þéttbýliskjarni Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þar búa um 1650 manns. Íþróttafélagið Sindri er þarna og á Hornafirði er heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna á hverju sumri. Hornafjörður er ýmist nyrsta byggð suðurlands eða syðsta byggð austurlands.

7. apríl 20:00 eru komnir 500,5 kílómetrar

Djúpivogur og svo er það suðurlandið

Djúpivogur er þorp í Djúpavogshreppi sem stendur á Búlandsnesi, milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar. Á Djúpavogi voru íbúar 331. Hinn formfagri Búlandstindur er þekktasta kennileitið í Djúpavogshreppi. Safna- og menningarhúsið Langabúð, byggt árið 1790, setur einnig mikinn svip á bæjarmynd Djúpavogs.

6. apríl 17:30 eru komnir 388 kílómetrar


Komin í Breiðdalsvíkina

Breiðdalsvík, er í Breiðdal, og þorpið er þjónustumiðstöð hreppsins. Þéttbýlið er tiltölulega ungt sem kauptún og fór ekki að byggjast að marki fyrr en upp úr 1960. Íbúafjöldi er 144

Aðalatvinnugvegur þorpsbúa er sjávarútvegur, svo og þjónusta við ferðamenn sem er vaxandi grein þar eins og annars staðar. Þetta rólyndisþorp enda liggur þjóðvegur nr. 1 ekki í gegnum byggðina, heldur þarf fólk að taka á sig örlítinn krók sem er vel þess virði.

5. apríl 16:30 eru komnir 342,5 kílómetrar


Um Fagridal í Fáskrúðsfjörð

Eftir Egilsstaði lá leiðin um Fagradal hinn nýja þjóðveg niður á firði og í gegnum göngin á Fáskrúðsfjörð. Í þorpinum Búðum, Fáskrúðsfirði, sem kenndur er við eyjuna Skrúð sem liggur utan fjarðarins, búa um 630 manns. Þar er íþróttafélagið Leiknir. Fáskrúðsfjörður er hluti af Fjarðabyggð, sveitarfélagi sem nær frá Stöðvarfirði norður að Mjóafirði. Á Fáskrúðsfirði er haldin bæjarhátíðin "Franskir dagar" að sumri vegna þess að fjörðurinn hefur lengi haft tengsl við Frakkland og á vinabæinn Gravelines þar. Franskir sjómenn höfðu lengi vel Fáskrúðsfjörð sem sína heimahöfn hér á landi og þar er franski spítalinn til dæmis. Þannig að helgina fyrir verslunarmannahelgi er haldið upp á tengslin.

4. apríl 15:30 eru komnir 263 kílómetrar

Í gegnum Egilsstaði

Í dag 4. apríl fórum við í gegnum Egilsstaði. Egilsstaðir er þéttbýlisstaður á Austurlandi sem var skipulagður sem slíkur til að hafa þéttbýlisstað miðsvæðis á Austurlandi. Á Egilsstöðum búa um 2.500 manns. Íþróttafélagið Höttur er frá Egilsstöðum. Þarna er góð sundlaug, fínn golfvöllur, íþróttahús og mikil menning. Unnar er frá Egilsstöðum og Bibbi bjó þar í 5 ár. Ef menn eru að ferðast er fínt tjaldstæði og góðir matsölustaðir til dæmis Cafe Nielsen og hótel Egilsstaðir niður við fljótið. Fljótið er Lagarfljót og ormurinn góði er að þvælast þarna í næsta nágrenni á milli Egilsstaða og Atlavíkur.

3. apríl 13:30 eru komnir 131,5 kílómetrar

Mývatn í baksýnisspeglinum

Mývatn er um 32 km2 að stærð. Það er mjög vogskorið og í því eru um 50 eyjar og hólmar. Meðaldýpi vatnsins er 2,5 m og mesta náttúrulega dýpi aðeins um 4 m. Lífríki Mývatns er einstætt og er nafn vatnsins dregið af þeim aragrúa mýs sem þar er. Talið að þar haldi sig fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. (https://www.northiceland.is/is/hugmyndir/thettbyliskjarnar/baer/myvatn )

Við Mývatn er þéttbýlisstaðurinn Reykjahlíð þar sem er grunnskóli og margs konar ferðamannaiðnaður. Þar búa um 150 manns.

2. apríl 19:00 eru komnir 76 kílómetrar

2. apríl 13:10 eru komnir 42,5 kílómetrar

2. apríl og Goðafoss og Laugar að baki

Goðafoss er 12 metra hár og 30 metra breiður. Frægur fyrir að Þorgeir Ljósvetningagoði fórnaði goðum sínum í hann.

Laugar í Reykjadal er vin í eyðimörkinni á milli Akureyrar og Mývatns. Frábær íþróttaaðstaða og fínn framhaldsskóli. Svo er Ragna íþróttakennari frá Laugum. Á Laugum eru líka leikskóli og grunnskóli. Þar búa að jafnaði um 100 manns.

Hinn 1.apríl

fórum við framhjá Akureyri

Akureyri fékk kaupstaðaréttindi 1786. Í dag búa um 20.000 manns á Akureyri. Þar er mikið um afþreyingu svo sem golfvöllur, sundlaug, frisbýgolf og nokkur öflug íþróttafélög. Bærinn er fimmti fjölmennasti bær landsins.

Kílómetra hefur starfsfólkið farið.

Kílómetra hafa nemendur lagt að baki

Nemendur

26. apríl.

SIGURVEGARAR - NEMENDUR

Nemendur eru komnir hringinn og gott betur. Komnir í Jökuldalinn og slá ekkert af. Starfsfólkið situr eftir með sárt ennið en getur þó verið ánægt með að hafa náð í annað sætið í þessari hörku keppni.

Starfsmenn

26. apríl.

Starfsmenn skriðnir yfir byrjunarreit og komnir í Fnjóskadal. Þetta hafðist. Silfurmedalían í höfn.