Viva Skart hefur haldið námskeið í silfursmíði og víravirki í tæpa tvo áratugi og hafa námskeiðin okkar aldrei verið vinsælli. Við bjóðum upp á námskeið fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir auk þess að boðið er upp á sérstö námskeið fyrir eldri borgara einu sinni í viku. Stundum er boðið upp á sérstök námskeið í annars konar handverki sem eru þá auglýst sérstaklega.

Viva skart er staðsett að Smiðshöfða 12, 110 Reykjavík. Þar er verkstæðið okkar og er það sérútbúið til námskeiðshalds þar sem nóg er af öllum verkfærum og tækjum.

Viva Skart er í eigu Vífils Valgeirssonar blikksmíðameistara og kennara, og Haralds Hrafns Guðmundssonar, gullsmíðameistara, og eru þeir báðir leiðbeinendur á námskeiðunum ásamt Leifi Jónssyni, gullsmíðameistara.