Forsíða

Markmið þessarar síðu er að aðstoða nemendur við að ná tökum á vélritun með blindkskrift. Með því að fylgja þeim leiðbeiningum sem hér eru birtar ættir þú að geta náð upp góðum vélritunarhraða á skömmum tíma. 

Blindskrift er mjög góð aðferð við vélritun og virkar þannig að á lyklana er slegið
án þess að horfa á lyklaborðið. Nemandinn lærir að þekkja hvar lyklarnir eru staðsettir út frá ákveðnum lykillyklum á lyklaborðinu. Til þess að geta notað blindskrift eru 8 heimalyklar notaðir. Flest tölvulyklaborð eru með upphleyptri rönd á J og F lyklunum sem að vísifingur hvílir á. Því getur sá sem er að vélrita alltaf staðsett sig á réttum lyklum við innsláttinn.


Nokkur ráð til að auka hraðann
 • Beittu líkamanum rétt
 • Notaðu aðeins það afl sem er nauðsynlegt til að ýta á lyklana (þ.e. ekki berja fast á lyklaborðið)
 • Taktu hlé reglulega

Hraðapróf


Hraði í vélritun er oftast mældur í slögum á mínútu eða orðum á mínútu. Í íslenskum grunnskólum er oft miðað við að 200 slög á mínútu jafngildir sem 10 í einkunn.  Hér að neðan sjáum við þann einkunnakvarða sem er í gangi í mörgum íslenskum grunnskólum. 
     • 100 slög á mínútu = 5
     • 120 slög á mínútu = 6
     • 140 slög á mínútu = 7
     • 160 slög á mínútu = 8
     • 180 slög á mínútu = 9
     • 200 slög á mínútu = 10
Þumalputtaregla í mörgum skólum er sú að við lok 10. bekkjar skulu nemendur hafa náð 200 slögum á mínútu. Samkvæmt Aðalnámskrá Grunnskóla er það viðmið heldur lægra en samt munar ekki miklu þar um. Sú einkunn sem er fyrir aftan hvern slagafjölda á töflunni hér að ofan sýnir hvaða viðmið á við hvaða bekk. Þ.e. við lok 7. bekkjar er miðað við að nemendur hafi náð 140 slögum á mínútu o.s.frv.

Þegar talað er um orð á mínútu að þá er reiknað með að hvert orð sé u.þ.b. 5 slög. 40 orð jafngilda því um 200 slögum á mínútu.
Lærðu að vélrita


Lærðu að vélrita 2

 

 
Rósa Guðmundsdóttir ©