Specialisterne á Íslandi hafa flutt starfsaðstöðu sína í Síðumúla 32 á þriðju hæð.  Gengið er inn Síðumúla megin við hliðina á verslun Álnabæjar.
Skrifstofan er opin alla daga frá 08:30 - 16:30 en dagana 6 - 10 júní verður þó lokað v/námskeiðahalds hjá starfmönnum Specialisterne.
 
 
 
Specialisterne á Íslandi hafa nú gengið frá ráðningu á einhverfuráðgjafa, en starfið var auglýst í byrjun apríl.
Úr rúmlega 30 manna hópi umsækjanda var Eygló Ingólfsdóttir ráðin  og mun hún hefja störf þann 1. júní næskomandi.
 
Eygló er með mastersgráðu í uppeldisfræðum með sérkennslufræði sem sérsvið frá Freie Universitat Berlin. Þá hefur Eygló einnig lokið námi í samtalsmeðferð hjá Institut für Gespächsterapie og námi í stjórnendaráðgjöf "Coaching" hjá DPA, Akademíu fyrir viðbótamenntun uppeldis-og sálfræðinga.
Síðustu 15 ár hefur Eygló starfað með einstaklingum með greiningu á einhverfurófinu en frá haustinu 1999 hefur hún unnið sem fagstjóri við starfsbraut fyrir einhverfa nemendur við Menntaskólann í Kópavogi.

Sérfræðingarnir ses vinna nú með Specialisterne í Danmörku að því að koma upp fyrirtæki á Íslandi að þeirra fyrirmynd. Þetta verkefni hefur verið kynnt íslenskum hátæknifyrirtækjum, opinberum aðilum og einstaklingum á einhverfurófi.  Allir taka þessu verkefni vel og hefur fjöldi einstaklinga á einhverfurófi látið í ljós sinn áhuga.
 
Nú er unnið að því í nánu samstarfi við Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis sem sérhæfir sig í málefnum fatlaðra í Reykjavík að því að ráða fyrstu starfsmenn Sérfræðinganna ses.   Þeir verða síðan menntaðir í aðferðafræði Specialisterne og munu vonandi hefja styrkleikagreiningu og þjálfun í byrjun árs 2011.  Leonardo menntaáætlun Evrópusambandsins hefur styrkt þetta verkefni, flutning þekkingar frá Danmörku til Íslands, Skotlands og Þýskalands.
 

 

Nú í ágúst 2010 var opnað Specialisterne fyrirtæki í Skotlandi.

Subpages (1): Fréttir af okkur
Comments